laugardagur, nóvember 30, 2002

Ég fann afar merkilega síðu. Vissuð þið að tígrisdýrið í Indónesíu segir: Ngaung en í Tælandi segir það: ai hhoun houn og froskurinn í Gikklandi hinu forna sagði hvorki meira né minna en: brekekekex koax koax. Það er ekkert grín að vera svín síst af öllu í Brasilíu (croinh croinh) eða Rússlandi (khryu-khryu). Bráðskemmtileg síða og það besta er að ég fór inn á hana vegna lærdóms.... hvað ert þú eiginlega að læra góða mín.

Fyllsta samræmis er gætt:
Föðurland
Móðurmál
Föðurhús
Móðurást

föstudagur, nóvember 29, 2002

Ok, ég lofa að hætta að taka svona próf en þetta var bara of freistandi:
jenny mccarthyYour Inner Blonde is Jenny McCarthy
Sure you're hot, but the only guys you seem to attract are twelve year old nose pickers.


Maybe you'll make a comeback, but you've got to lay off the bodily functions.
Who's *Your* Inner Dumb Blonde? Click Here to Find Out!

More Great Quizzes from Quiz Diva

FU** ég var að vona að ég væri Pam.

fimmtudagur, nóvember 28, 2002

Ég var bernsk í gær. Ég byrjaði vitaskuld á því að fara snemma heim úr vinnunni til að skutlast með afkvæmið til tannlæknis. Hún er, blessunin ekki með ofurtennurnar hennar mömmusinnar heldur einhverja undanvillinga frá pabba sínum, 12.000 kall takk fyrir og bless. Ég fæ nú sem betur fer eitthvaðaf þessu endurgreitt hjá tryggingastofnun. Þegar öllu þessu var lokið (heltust átta eggja rauður) skruppum við í byko til að kaupa perur í jólaljósin okkar. Ekki eitt einasta þeirra virtist koma vel undan vetri og þurftum við því heilan helling til að endurnýja. Ég veit ekki hvernig stóð á því en þegar ég kom út úr byko var ég búin að kaupa tvær seríur til viðbótar, æ æ æ. Eina heilsársseríu handa mömmunni og eina krúttulega jólasveinaseríu handa barninu.

Ég veit ekki hvor okkar var kátari þegar við komum heim. Það vannst hins vegar enginn tími til að gera við jólaljósin eða til að hengja upp nýjar seríur því við áttum stefnumót (nei, ekki við karlmann og þegiði svo) á skautasvellinu klukkan hálf sex. Kolfinna hafði aldrei áður farið á skauta og leyfið mér að trúa ykkur fyrir því að barn í fyrsta skipti á skautum er rúmlega spaugilegt. Elskan litla var mun meira á rassinum en upprétt. Hún stóð hins vegar alltaf upp með bros á vör, seiglan í henni gerði nú mömmu litlu stolta. Síðasta hringinn á svellinu fór hún svo nánast án þess að detta. Stollt og þreytt labbaði hún sig út af svellinu, tilbúin í næsta slag við ísinn, sem allra fyrst.

Ef ég hefði einhverntíma vit á því að hafa með mér myndavél hefði ég getað myndskreytt þessa ferðasögu okkar en því er ekki að heilsa svo þið verðið bara að gera ykkur í hugarlund hvernig við litum út með epli í kinnum og stjörnur í augum. Good night Westley, I'll most likely kill you in the morning.

miðvikudagur, nóvember 27, 2002

Hvernig er hægt að ætlast til að ég geti unnið innan um allar þessar bækur. Þær eru svo truflandi. Einu sinni var Svava Rán að vinna í frystihúsi. Henni var fengið hið vandasama verkefni að ráðast á kassaloftið þar sem hún átti að finna einhverjar öskjur og taka til (held ég, ég man nú ekki nákvæmlega hvernig þessu háttaði). Einhverjum klukkutímum seinna kom Torfi verkstjóri að henni þar sem hún hafði komið sér þægilega fyrir inn á milli kassastæðanna og svaf eins og lítill eingill. Í MS er svona kassaloft....ég gæti alveg farið þar inn með góða bók og týnst.....neh það má ekki.

Ég mæli með Terry Pratchet á hljóðsnældum til að hafa í bílnum sínum, algjör snilld. Það eru hvort eð er allir drepleiðinlegir í útvarpinu.

Vá hvað ég er flink!

Nú ætlar mín að reyna að setja inn hyperlinka á svövu og fangor. Skyldi þetta virka, æ vonder.

mánudagur, nóvember 25, 2002


Find your inner Smurf!

Ég trúi því ekki. Ég er leiðinlegastur allra stumpa, gáfnastrumpur... Sáuð þið hvað ég er orðin flink, nú er hægt að tjá sig um bullið í mér.

Ég óska sjálfstæðismönnum í Reykjavík hjartanlega til hamingju með að hafa kúkað á konurnar sínar eina ferðina enn. Mér er svo misboðið að ég kæri mig ekki um að ræða þetta frekar. Verði ykkur að góðu Reykvíkingar.

föstudagur, nóvember 22, 2002Take the What
animal best portrays your sexual appetite??
Quiz

Sjaldséðir hvítir

Það bankaði upp á hjá mér krummi í gær
hann sagðist kominn
til gera mig heila.
Ég trúði honum því hann var með
hlustunarpípu
og í hvitum sloppi
og þegar hann leiddi mig í burtu hugsaði ég
sjaldséðir hvítir

fimmtudagur, nóvember 21, 2002

Svava mín Rán, ég held að við verðum að skella okkur á námskeið ef við ætlum einhverntíma að ná þessu.....ég er alveg lost. Computerdyslexia

Ég var ekki að skila miklum afköstum í bloggi í gær. Það áttu svo margir afmæli sem ég verð að óska til hamingju núna. Kristín til hamingju með þitt afmæli, Helga til hamingju með þitt og að síðustu Ásdís litla Dögg til hamingju með sex ára afmælið. Ég minnist auðvitað ekkert á hversu gamlar hinar tvær eru en önnur þeirra stóð á hálfum tug í fyrra og hin á stórafmæli á næsta ári, eins og fleiri..

Prófkjör sjálfsæðismanna um helgina og allir vitaskuld orðnir spenntir yfir því. Verst þykir mér hversu tilviljana kennt kosningaþátttaka í prófkjörum er. Af þeim sem eru á kjörskrá eru kannski 30 40 prósent að skila sér á kjörstað. Hvernig stendur á þessu? Treystir fólk einfaldlega þeim sem nenna að mæta á kjörstað til að velja rétta fulltrúa inn á þing eða er því alveg sama. Það stendur svo ekki á fólki að flykkja sér um einhvern ákveðinn flokk fyrir kosningar, er það þá bara af gömlum vana? Í litlu landi, eins og Íslandi skiptir einstaklingurinn meira máli en einhverjir flokkadrættir, því hefði ég haldið að prófkjör ætti að skipta jafn miklu ef ekki meira máli en þingkostningarnar sjálfar.

Ég tek ofan fyrir landsbyggðafólki (enda dreifbýlistútta sjálf), sérstaklega úr dreifðari byggðum, sem er duglegt að velja sína fulltrúa. Það skiptir verulegu máli að hafa sinn kjördæmisþingmann. Þeir hafa verið misduglegir að ota sínum tota og koma sínu byggðarlagi að en ég trúi að í mörgum tilfellum komi það til með að bitna á fámennari byggðarlögum að hafa ekki þingmann úr sínu héraði. Að ég tali nú ekki um greifana og kvótakóngana sem koma til með að missa spón úr aski sínum en þeirra vegna felli ég auðvitað engin tár. Ég sé reyndar ekki að það sé að fara að skipta okkur reykvíkinga verulegu máli hvort þingmaður er úr Reykjavík norður eða Reykjavík suður en það er allt önnur og miklum mun lengri ræða.

Við mæðgur ætlum í hið árlega og mjög svo klassíska laufabrauð um helgina. Í þetta skiptið geri ég nú ráð fyrir því að halda mig dálítið til hlés og reyna að stela nokkrum tímum í ritgerðarvinnu... Mamma líður mér það alveg, hún er nefninlega best. Good night Westley, I'll most likely kill you in the morning

þriðjudagur, nóvember 19, 2002

Nú deila menn hart um hvort blogg sé eða sé ekki bókmenntir. Kurrinn fór af stað vegna væntanlegrar bókar Betu rokk, Vaknað í Brussel. Fæstir þeirra sem eru að tjá sig um málið hafa lesið bókina. Aðeins kafla úr henni á netinu og vinsæla bloggsíðu beturokk. Þeir sem hafa horn í síðu Betu vilja meina að hún sé hæfileikasnauður penni sem glögglega megi sjá blogginu hennar. Ég er búin að kíkja á þessa kafla úr bókinni sem hægt er að lesa á netinu og gerði mér auk þess ferð inn á bloggið hennar áðan. Ef það væri nóg til að kveða upp úrskurð um ágæti væntanlegrar bókar myndi ég fullyrða að hún væri ekki pappírsins virði ég ætla mér samt að gefa Betu litlu séns og bíða með að skjóta hana niður þar til bókin er komin út.

Það sem ég ætla hins vegar að velta mér upp úr er spurningin um bókmenntalegt gildi bloggs. Blogg er vissulega ný textategund en ég veigra mér við að kalla það bókmenntategund. Í jólavertíðinni í fyrra kom út bók eftir Þórunni Valdimarsdóttur, Hvíti Skugginn. Í henni var gerð tilraun með að blanda saman einhverskonar bloggi og skáldsögu. Til að gera söguna trúverðuga var hægt að lesa brot úr bloggi (sem hét að vísu alls ekki blogg í bókinni) þriggja aðalpersónanna á netinu. Þessi tilraun var hins vegar algjörlega misheppnuð. Bókin var hundleiðinleg og netútgáfan bætti engu við.

Bloggið býður án efa upp á afar skemmtilega möguleika sem ný textagrein. Enn sem komið er leyfi ég mér að fullyrða að það sé hins vegar ekki bókmenntagrein. Kristján B Júlíusson hefur haft á orði í viðtölum að bloggið sé ágætis leið fyrir hvern og einn að æfa sig við ritmennsku og þróa stílinn. Þetta er hárrétt hjá Kristjáni, en er örugglega góð hugmynd að vera að gefa stílæfingarnar út á prennti. Eigum við ekki í bili að leyfa Bloggi að vera blogg. Þá er það lesið sem blogg og það er alveg nóg. Bókmenntir hins vegar eru bókmennti og þar til bilið verður brúað af frjórra og hæfileikaríkara fólki en þegar hefur verið gert, verða þær að fá að vera í friði

Good night Westley, I'll most likely kill you in the morning.

Maður að nafni Allen Carr gaf út bók sem heitir í íslenskri þýðingu „létta leiðin til að hætta að reykja“ ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha ha like there is such a thing!

mánudagur, nóvember 18, 2002

Í dag er svona mánudagur sem maður mætir í vinnuna þreyttari en maður fór heim á föstudegi. Eins og afmæli séu einhverjir mislingar... Ásta mín Júlía mín Frænka mín, til hamingju með afmælið í dag og takk fyrir skemmtilegheitin í veislunni á laugardagin. Þessi stórafmæli vekja upp kvalarfullar hugsanir um næsta stórafmæli. Hver á nú aftur næst stórafmæli í fjölskyldunni???´

Ég hefði vitaskuld átt að fara snemma að sofa í gærkvöldi til að jafna mig eftir afmælismislingana en þess í stað spilaði ég fimbulfamb vel fram yfir miðnætti. Jón Geir bakaði mig tvisvar svo ég er ekki lengur ósigruð í fimbulfambi. Jón er hins vegar enn ósigraður og það er ljóst að ég ann mér ekki hvíldar fyrr en ég hef bætt úr því. Good night Westley, I'll most likely kill you in the morning.

Mér leiðist þetta tómarúm. Mér leiðist þetta tóma rúm.

föstudagur, nóvember 15, 2002

Þeir eru ekki upplitsdjarfir nemendur Menntaskólans við Sund í dag. Hún virðist hafa verið erfið þessi dansæfing í gær. Þeir læðast meðfram veggjum, hvíslast á í hópum, stilla símana sína á discreet og ef þeir villast inn á bókasafn er það bara til þess að halla sér fram á borðið til að fá sér lúr. Litlu krúttin!

Ég mæli eindregið með ummælum leikkonunnar Sarah Polley um íslenskar konur á bls. 61 í mogganum í dag. Ekki leiðinlegur vitnisburður það. Við mættum vera duglegri að tala svona hver um aðra fremur en að liggja í einhverju niðurrifi alla daga, þessi orð eru falleg og sönn.

fimmtudagur, nóvember 14, 2002


I'm getting there. I don't suck, but I've got a ways to go.

Ég hélt ég væri herskárri en þetta!

Ég nenni ósköp takmarkað að blogga núna, enda er ég „a fatigued ladybug“. Ég gæti barasta sofnað fram á skrifborðið mitt. Talandi um skrifborðið mitt þá er ég sérdeilis sérvitur varðandi það. Litli slóðinn ég þoli ekki að sitja við skrifborðið mitt öðruvísi enn allt sé í röð og reglu. Þetta þykir harla ólíkt mér.

Bræluboggi er allur, blessuð sé minning og svo framvegis. Good night Westley I'll most likely kill you in the morning.

Ég trúi því ekki að ég hafi getað gert eitthvað jafn kúl og að koma þessari myndi inn á bloggið mitt. Mér finnst ég ótrúlega flink. Mér finnst maríuhænan líka flottust, Svava var eitthvað köflótt sem kastaði svínakjöti.


Mér finnst það hljóma mjög freistandi að „kúra sig í koti hjálsa“ eins og Villi söng um árið...

miðvikudagur, nóvember 13, 2002

Hér sit ég og ver bækur. Í morgun er ég til dæmis búin að verja þær fyrir illum öndum, prenntvillupúkum, bókaormum, lestrarhestum, þágufallssýki og langlokum með pítusósu. Aldrei tíðindalaust á bókasafninu.

Skyldi þolinmæði vera dyggð?

þriðjudagur, nóvember 12, 2002

Já þau er sko alveg örugglega að gera grín að mér. Ég trúi því varla að ég hafi einhverntíma klæðst þessum sniðlausu druslum sem þau eru komin í. Allt ofvaxið. Ofvaxnir herðapúðar, ofvaxnir eyrnalokkar, ofvaxið hár og ofvaxin belti. Ég var búin að gleyma beltunum þangað til ég mætti einni í morgun með teygjubelti um sig miðja, guð minn góður teygjubelti. Börnunum finnst þetta voðalega fyndið allt saman. Alla vikuna dressa þau sig upp í barnæsku mína og söngla flissandi „wake me up before you go go“, eins og það sé eitthvað til að hlægja að. Ég skal sko finna ykkur í fjöru eftir fimmtán ár og þá skal ég sko hlæja að Justin Timberlake og Brittney. Nei bíðum við ég þarf ekki að bíða í fimmtán ár til að hlæja að þeim, þau eru nú þegar alveg drepfyndin. Gríninu líkur svo með dansæfingu á fimmtudaginn og hverjir skyldu nú leika fyrir dansi? Það skildu þó aldrei vera eighties kjánarnir í Moonboots, það liggur við að maður skelli sér á menntaskólaball. Good night Westley, I'll most likely kill you in the morning.

Það er '85 vika í MS, ég hef það á tilfinningunni að verið sé að skopast að mér!!!!! Getur það verið?

Þá er ég loksins komin með nettengingu í vinnunni. Nú þarf ég ekki lengur að sinna vinnunni heldur get surfað á netinu og bloggað allan daginn. Er það ekki bara prýðis hugmynd.

fimmtudagur, nóvember 07, 2002

Kolfinna var að velta því fyrir sér hvort að það væri bara kennt sund í Menntaskólanum við Sund... lógísk spurning þegar maður er fimm ára. Það er alveg bráðskemmtilegt í nýju vinnunni minni. Svava, fjármálastjóri er „my new best friend“ í fysta lagi heitir hún Svava og er í MS (liggur í augum úti), í öðru lagi sér hún um að ég fái laun fyrir vinnuna mína (kemur hverjum sem er í góðu bækurnar hjá mér, það blundar lítill, ljótur kapítalisti inn í mér) og síðast en ekki síst komst hún ofarlega á vinsældarlistan hjá mér þegar hún viðraði þá skoðun sína að ég gæti laumað mér í málsverð, sérstaklega ætlaðan elstu nemendum skólans, án þess að vekja eftirtekt. O.K. ég tek til baka öll stóru orðin um graðbólur og krakkakjána þau eru æðislega sæt......og ég líka. Good night Westley, I'll most likely kill you in the morning.

mánudagur, nóvember 04, 2002

Ég byrjaði í nýrri vinnu í dag. Ég er nýji bókavörðurinn á bókasafninu í MS. Ég held ég verði að æfa mig dálítið í því að fara með stafrófið án þess að syngja það. Stafrófið er algert lykilatriði á bókasöfnum og ég virka dálítið einhverf, vafrandi um safnið sönglandi
a, b, c, d, e, f, g,
eftir kemur h, i, j, k,
l, m, n og einnig p ......
Merkilegt er það nú að menntaskólanemarnir verða alltaf yngri og yngri. Þetta eru krakkakjánar með graðbólur í andlitinu. Mér fannst menntaskólastrákar svo sætir þegar ég var á þessum aldri, þeir eru það EKKI. þeir passa ekki inn í sjálfa sig og ráða ekkert við skankana á sér. Good night Westley, I'll most likely kill you in the morning.

laugardagur, nóvember 02, 2002

Verst að þetta var draumur minn
mig dreymd'að draumadrottningin
bankað'uppá hjá mér
eitt rómantískt kvöld

Kræst, nú er ég farin að lesa um eighties hjá dr. Gunna og gjörsamlega að tapa glórunni. Farin í sturtu.

Núna er ég semsagt komin með hanakamb og er að reyna að komast í samband við mitt innra pönk. Kannski ég ætti að drífa mig í sturtu og hætta að takast á við rokktíkur í bili.

Jæja, sést að ég er búin að vera ógislega dugleg að sitja við tölvuna í allan dag.....búin að blogga þrisvar. Í dag er líka ógeðslega góður dagur, ég er nefninlega búin að fá vinnu. Það er kaldhæðni örlagana að ég, sem hef látið það fara verulega í taugarnar á mér þegar ég er spurð hvort ég ætli að fara að vinna á bókasafni þegar ég er orðin bókmenntafræðingur, er að fara að vinna á.......bókasafni. Já hlæið þið bara, mér er alveg sama. Mér líður vel á bókasöfnum....Mozerinn sagði líka að lyktin af gömlum bókum væri sexy. Mozerinn lýsti því reyndar líka yfir að hann væri asexual svo ég efast stórlega um að maður eigi að taka mark á honum í kynferðismálum. Jæja nú verður í það minnsta að spýta ( ég hefði átt að hljóðrita þetta það var nefninlega svo fast kveðið að í þessum tiltekna spýta) í lófana fram að áramótum, ef maður ætlar að vera í fullri vinnu og klára 15 einingar.....úff. Aumingjans litla krílið mitt verður dálítið afskipt fram að jólum, en núna hef ég þó í það minnsta kannski efni á því að kaupa handa henni jólagjöf.

Ég viltist inn á mjög fyndið blogg áðan (ég var ekki að sörfa á netinu, ég var að leita fanga varðandi ritgerðina mína). Ef ég væri lítið flinkt tölvuidíót myndi ég setja inn link....en ég kann það ekki svo ég skrifa bara slóðina (já já mjög fyndið, hlæið bara) domustadir.blogspot.com. Dömustaðir - dömulegri en dauðinn (mjög fyndið). Takið sérstaklega eftir Spidermann hann er æðislegur. Good night Westley, I'll most likely kill you in the morning.

Órtúlegt. Ég veit hvernig ég á að fara að þessu. Ég veit hvernig ég á að klára ritgerðina. Ég veit hvað ég á að gera næst, veit hvað ég á að gera svo og veit hvernig ég á að klára alla enda og setja punktinn í lokinn. Stundum verður á örskotsstundu allt svo kristaltært og augljóst og mað skilur allt í veröldinni. Verst er að ég verð örugglega búin að gleyma þessu fljótlega eftir hádegi. Shit.

Oj og ojbarasta. Ég er búin að liggja með magapínu síðan á mánudag... Það er, get ég bara sagt ykkur, alls ekki skemmtilegt. Ég borðaði kvöldmat í fyrsta skipti í langan tíma í gærkvöldi og svei mér ef ég ætla ekki að halda honum niðri. Og svei mér ef þetta er ekki bara ógeðfellt og óviðeigandi umræðuefni hér á blogginu mínu. Það sá ég þegar ég var búin að skrifa það niður en ég er samt að hugsa um að hafa þetta hérna inni af því að ég er svo óþekk. Good night Westley, I'll most likely kill you in the morning.