mánudagur, nóvember 04, 2002

Ég byrjaði í nýrri vinnu í dag. Ég er nýji bókavörðurinn á bókasafninu í MS. Ég held ég verði að æfa mig dálítið í því að fara með stafrófið án þess að syngja það. Stafrófið er algert lykilatriði á bókasöfnum og ég virka dálítið einhverf, vafrandi um safnið sönglandi
a, b, c, d, e, f, g,
eftir kemur h, i, j, k,
l, m, n og einnig p ......
Merkilegt er það nú að menntaskólanemarnir verða alltaf yngri og yngri. Þetta eru krakkakjánar með graðbólur í andlitinu. Mér fannst menntaskólastrákar svo sætir þegar ég var á þessum aldri, þeir eru það EKKI. þeir passa ekki inn í sjálfa sig og ráða ekkert við skankana á sér. Good night Westley, I'll most likely kill you in the morning.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home