Biflían
Ég hef haft það fyrir sið í nokkur ár að skipta lokhljóðum út fyrir önghljóð í ákveðnum orðum. Þannig segi ég gjarnan Pefsí en ekki Pepsí og oftar er ekki Biflía í stað Biblía. Rak mig svo ekki í rogastans áðan, þar sem ég sat og fletti Orðabókinni, eins og ég geri oft og hnaut um orðið Biflía.
Biflía, -u KV (oftar ritað Biblía, einnig biblía) heilög ritning kristinna manna, Gamla og Nýja testamennti; Biflíuljóð ljóð ort um efni úr Biflíunni; Biflíumyndir; Biflíusögur úrvalskaflar (endursagnir) úr Biflíunni.
Ég hef hins vegar ekki fundið Pefsí í bókinni góðu (þ.e. Orðabókinni ekki Biflíunni (þó ég efist nú um að það finnist þar heldur)).
3 Comments:
Jú jú, þú verður bara að lesa Biflíuna aðeins betur, mjög djúp ritning um Pefsí þarna einhvers staðar. Eða kannski bara í mínu eintaki???!!!
Djö... líst mér vel á þig að skella þér í kór. Þú ert hetja dagsins, ekki spurning.
Og hver segir svo að frúin sé hætt að fá komment? Ha?
ertu bara ekki væg frávik í málþroska tíhíhíhí :P
hey ég er einmitt lika komin í kór. flunkunýjan starfsmannakór leikskóla mosfellsbæjar nánar tiltekið. gaman í okkar bekk, alltaf virðumst við nú samstíga þó við hittumst orðið aldrei...:Þ
Skrifa ummæli
<< Home