miðvikudagur, nóvember 27, 2002

Hvernig er hægt að ætlast til að ég geti unnið innan um allar þessar bækur. Þær eru svo truflandi. Einu sinni var Svava Rán að vinna í frystihúsi. Henni var fengið hið vandasama verkefni að ráðast á kassaloftið þar sem hún átti að finna einhverjar öskjur og taka til (held ég, ég man nú ekki nákvæmlega hvernig þessu háttaði). Einhverjum klukkutímum seinna kom Torfi verkstjóri að henni þar sem hún hafði komið sér þægilega fyrir inn á milli kassastæðanna og svaf eins og lítill eingill. Í MS er svona kassaloft....ég gæti alveg farið þar inn með góða bók og týnst.....neh það má ekki.

Ég mæli með Terry Pratchet á hljóðsnældum til að hafa í bílnum sínum, algjör snilld. Það eru hvort eð er allir drepleiðinlegir í útvarpinu.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home