laugardagur, nóvember 02, 2002

Jæja, sést að ég er búin að vera ógislega dugleg að sitja við tölvuna í allan dag.....búin að blogga þrisvar. Í dag er líka ógeðslega góður dagur, ég er nefninlega búin að fá vinnu. Það er kaldhæðni örlagana að ég, sem hef látið það fara verulega í taugarnar á mér þegar ég er spurð hvort ég ætli að fara að vinna á bókasafni þegar ég er orðin bókmenntafræðingur, er að fara að vinna á.......bókasafni. Já hlæið þið bara, mér er alveg sama. Mér líður vel á bókasöfnum....Mozerinn sagði líka að lyktin af gömlum bókum væri sexy. Mozerinn lýsti því reyndar líka yfir að hann væri asexual svo ég efast stórlega um að maður eigi að taka mark á honum í kynferðismálum. Jæja nú verður í það minnsta að spýta ( ég hefði átt að hljóðrita þetta það var nefninlega svo fast kveðið að í þessum tiltekna spýta) í lófana fram að áramótum, ef maður ætlar að vera í fullri vinnu og klára 15 einingar.....úff. Aumingjans litla krílið mitt verður dálítið afskipt fram að jólum, en núna hef ég þó í það minnsta kannski efni á því að kaupa handa henni jólagjöf.

Ég viltist inn á mjög fyndið blogg áðan (ég var ekki að sörfa á netinu, ég var að leita fanga varðandi ritgerðina mína). Ef ég væri lítið flinkt tölvuidíót myndi ég setja inn link....en ég kann það ekki svo ég skrifa bara slóðina (já já mjög fyndið, hlæið bara) domustadir.blogspot.com. Dömustaðir - dömulegri en dauðinn (mjög fyndið). Takið sérstaklega eftir Spidermann hann er æðislegur. Good night Westley, I'll most likely kill you in the morning.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home