föstudagur, nóvember 15, 2002

Þeir eru ekki upplitsdjarfir nemendur Menntaskólans við Sund í dag. Hún virðist hafa verið erfið þessi dansæfing í gær. Þeir læðast meðfram veggjum, hvíslast á í hópum, stilla símana sína á discreet og ef þeir villast inn á bókasafn er það bara til þess að halla sér fram á borðið til að fá sér lúr. Litlu krúttin!

Ég mæli eindregið með ummælum leikkonunnar Sarah Polley um íslenskar konur á bls. 61 í mogganum í dag. Ekki leiðinlegur vitnisburður það. Við mættum vera duglegri að tala svona hver um aðra fremur en að liggja í einhverju niðurrifi alla daga, þessi orð eru falleg og sönn.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home