laugardagur, nóvember 30, 2002

Ég fann afar merkilega síðu. Vissuð þið að tígrisdýrið í Indónesíu segir: Ngaung en í Tælandi segir það: ai hhoun houn og froskurinn í Gikklandi hinu forna sagði hvorki meira né minna en: brekekekex koax koax. Það er ekkert grín að vera svín síst af öllu í Brasilíu (croinh croinh) eða Rússlandi (khryu-khryu). Bráðskemmtileg síða og það besta er að ég fór inn á hana vegna lærdóms.... hvað ert þú eiginlega að læra góða mín.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home