Nýjasta æðið
ég er algjörlega dottin í fésbókina. Er búin að hafa upp á gömlum vinum út um allar trissur, ferlega skemmtilegt.
Pínkubarnið er búið að vera heima síðustu daga með kvef og augnsýkingu. Fórum með hana til læknis áðan og fengum dropa í augun. Þarf vitaskuld ekki að taka það fram að pínkubarninu þykir ekki góð hugmynd að láta klína einhverju í augun á sér og argar þess vegna hástöfum þegar það er reynt. Hún hefur annars ekkert verið að slaka á vegna veikindanna heldur er hún fullu uppi í gluggakistum, undir sófa og inni í hillu. Ég held að það séu engin takmörk fyrir því sem henni dettur í hug.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home