fimmtudagur, nóvember 28, 2002

Ég var bernsk í gær. Ég byrjaði vitaskuld á því að fara snemma heim úr vinnunni til að skutlast með afkvæmið til tannlæknis. Hún er, blessunin ekki með ofurtennurnar hennar mömmusinnar heldur einhverja undanvillinga frá pabba sínum, 12.000 kall takk fyrir og bless. Ég fæ nú sem betur fer eitthvaðaf þessu endurgreitt hjá tryggingastofnun. Þegar öllu þessu var lokið (heltust átta eggja rauður) skruppum við í byko til að kaupa perur í jólaljósin okkar. Ekki eitt einasta þeirra virtist koma vel undan vetri og þurftum við því heilan helling til að endurnýja. Ég veit ekki hvernig stóð á því en þegar ég kom út úr byko var ég búin að kaupa tvær seríur til viðbótar, æ æ æ. Eina heilsársseríu handa mömmunni og eina krúttulega jólasveinaseríu handa barninu.

Ég veit ekki hvor okkar var kátari þegar við komum heim. Það vannst hins vegar enginn tími til að gera við jólaljósin eða til að hengja upp nýjar seríur því við áttum stefnumót (nei, ekki við karlmann og þegiði svo) á skautasvellinu klukkan hálf sex. Kolfinna hafði aldrei áður farið á skauta og leyfið mér að trúa ykkur fyrir því að barn í fyrsta skipti á skautum er rúmlega spaugilegt. Elskan litla var mun meira á rassinum en upprétt. Hún stóð hins vegar alltaf upp með bros á vör, seiglan í henni gerði nú mömmu litlu stolta. Síðasta hringinn á svellinu fór hún svo nánast án þess að detta. Stollt og þreytt labbaði hún sig út af svellinu, tilbúin í næsta slag við ísinn, sem allra fyrst.

Ef ég hefði einhverntíma vit á því að hafa með mér myndavél hefði ég getað myndskreytt þessa ferðasögu okkar en því er ekki að heilsa svo þið verðið bara að gera ykkur í hugarlund hvernig við litum út með epli í kinnum og stjörnur í augum. Good night Westley, I'll most likely kill you in the morning.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home