miðvikudagur, júní 28, 2006

Að bíta hausinn af skömminni.

Hingað til hef ég ekki séð nokkra ástæðu til að tjá mig um fyrirbæri sem heitir karlarnir.is, hvorki hér á síðunni né annars staðar. Ástæðurnar fyrir þessu eru margar númer eitt máski það að mér fannst þeir bara sem minnst koma mér við, ég hef aldrei kynnt mér þá á nokkurn einasta hátt (á interneti, í sjónvarpi eða útvarpi) og vissi þess vegna ekkert um þá annað en það sem mínir egin fordómar sögðu mér að þetta væri eitthvað sem mér þætti án nokkurs vafa hræðilegt og ætti ég því að halda mig í sem mestri fjarlægð.

Ekki hef ég gert nokkrar breytingar á afstöðu minni í þessum efnum. Ég hef ekki kynnt mér málið nánar og ég hef heldur ekki ákveðið að láta af fordómum mínum. Nema síður sé. Ég sá nefninlega svo bráðskemmtilega tilvitnun í einhvern Egil sem kallar sig Gilz, í Fréttablaðinu áðan. Forsagan er sú að einhver innan þessa hóps, karlarnir.is sem ég reyndar gerði mér ekki grein fyrir að væru fleiri en einn eða tveir, tók upp á þeim ófögnuði að loka vinsælli heimasíðu þeirra félaga. Líklega fundist brandarinn kominn nógu langt. Téðum Gilz þótti þetta ákaflega illa til fundið svo nú er komið upp ósætti innan hópsins. Blaðamaður Fréttablaðsins spurði af þessu tilefni Gilz hvort karlarnir væru komnir „í aflitað hár saman“. Það stóð ekki á svari enda drengurinn klárlega ákaflega orðheppinn: „Ákveðnir menn innan hópsins hafa einfaldlega girt niðrum sig og skitið á sig.“

Sjálf er ég búin að hlæja að þessari orðsnilld drengsins í allan morgun. Það er náttúrulega alger snilld að geta ekki verið dónalegur án þess að klúðra því svona heiftarlega. Litlu börnin nefninlega skíta yfirleitt ekki á sig þegar þau eru búin að girða niður um sig en það gera karlarnir.

föstudagur, júní 23, 2006

Húnaver, Húnaver, Húnaver

Tengdamóðir mín elskuleg og hennar ektamaður skelltu sér á útihátíð í Húnaveri í gær. Ég var mikið að hugsa um að skella mér með þeim og rifja upp gamlar og góðar stundir. Verst að ég á ekki von á því að ljúfir harmónikkutónar komi til með að gera það sama fyrir mig og Bootleggs og Ex gerðu á sínum tíma.

Til hamingju ég og mínir

Ég vil nota þetta tækifæri og óska sjálfri mér og eiginmanni mínum til eins árs til hamingju með morgundaginn. Ég geri ekki ráð fyrir að setjast mikið við tölvuna á morgun þar sem sá dagur, eins og reyndar einhver annar fyrir ekki svo löngu, verður að sjálfsögðu helgaður ást.

Katrín Sigríður á líklega eins árs afmæli á morgun svo það er ekki úr vegi að óska henni og hennar fólki líka til hamingju með morgundaginn.

Svo kyrjum við bara; byrjaðu í dag að elska, byrjaðu í dag að elska.....

miðvikudagur, júní 21, 2006

Ok, loksins kom sumar

Í tilefni af sólskini vil ég koma þeirri skoðun minni á framfæri að ég held að ég sé búin að finna út hvert er leiðinlegasta tónlistarform sem til er. ÍSLENSKIR SUMARSMELLIR. Það rennur kalt vatn niður eftir bakinu á mér þegar þulurinn á Rás 2 tilkynnir að næst ætli hann að spila sumarsmell með einhverri íslenskri hljómsveit. Þær eru líka einhvern veginn alltaf ættaðar frá Selfossi.

mánudagur, júní 19, 2006

og þá kom 19.

Gleðilegan 19. júní allar íslenskar konur. Dagurinn í dag er dásamlega fallegur og því til staðfestingar er ég að sjálfsögðu dásamlega falleg í bleiku. Heyrði líka í móður minni aldraðri sem ætlaði að sjáfsögðu að skella sér á golfvöllinn í bleiku í dag og nota eingöngu bleikar kúlur. Ég held ég haldi mig samt heima við í dag og fari ekki á hátíðarhöld í bænum, betra að hvíla sig. Ég missti af hátíðarhöldum í fyrra af því ég var að undibúa brúðkaup og nú er ég ólétt. Alltaf nóg að gera á mínu heimili.

Skellti mér í bleyti áðan. Það var auðvitað frábært ekki síst þar sem ég hef ekki farið og synt í einar tvær vikur eða jafnvel þrjár. Ég fór í Salalaug og hélt ég væri komin með geðbólgur þegar ég kom upp úr og allt í kringum mig voru óléttar konur. Tuttugu óléttar konur og ég. Ég stóðst ekki mátið að spyrja hvort ég væri að missa af einhverju. Jú þá hafði hið margrómaða grindhvalasund flutt sig um set vegna viðgerða á lauginni á Hrafnistu. Þetta minnti mig á að ég hafði ætlað að drífa mig í svona grindhvalasund svo ég skelli mér eflaust með þeim næst.

Einu hef ég verið að velta fyrir mér síðan ég kom heim (ég hef ekkert að gera). Á veggnum í kvennaklefanum í Salalaug stendur að það sé stranglega bannað að tala í gemsa í klefanaum. Ég hef meira að segja séð baðvörð agnúast út í gest sem var að tala í símann sinn. Nú spyr ég, fávís konan, af hverju í veröldinni er bannað að tala í síma í kvennaklefanum? Ætli það hafi áhrif á rennslið í sturtunum eða læsingarnar á skápunum? Skyldi baðvörðurinn vera með einhverjar ígræðslur sem eru í stórhættu undan gsm-bylgjum? Ég er alveg á gati, getur einhver uppfrætt mig?

sunnudagur, júní 18, 2006

18. júní

Paul McCartney og Þoka eiga afmæli í dag. Paul er 64 ára en Þoka er bara eins árs og ber aldurinn vel.

Er búin að vera ákaflega upptekin við að hvíla mig og bumbuna síðan ég kom heim. Þrýstngur virðist vera eitthvað pínulítið á uppleið en er samt enn langt innan skekkjumarka. Mér líður vel og er hraust svo þetta er örugglega allt í fínasta. Bjúgurinn sem sótti svo á mig í útlöndunum er á hröðu undanhaldi og ég hef endurheimt ökklana mína. merkilegt hvað ég var ánægð að sjá þá aftur þó ég leiði aldrei hugan að þeim alla jafna. Nú er bara að halda áfram að stunda laugarnar til að halda þessum ófögnuði í skefjum.

sunnudagur, júní 11, 2006

hjer talar blogger ekki islensku

Ma til ad setja inn eitt blogg fra utlondum. er reyndar a hradri leid heim a morgun (ypsilonid er a kolvitlausum stad a thessu utlenska tolvudrasli). Ferdin hefur gengid med miklum agaetum en eg verd samt ad segja ad eg er farin ad hlakka til ad fara heim. Heilsan hefur verid nokkud god fyrir utan flensuskit i kverkum og nefi og einkar glaesilega filafaetur sem pryda mig alla daga. Vonandi ad thad renni nu af thegar heim verdur komid.

Spa hotelid sem vid erum a nuna, i Ungverjalandi verdur ad teljast toppurinn a ferdinni. otrulega notalegt eitthvad ad lata adra thvo sig og skrubba og maka i olium og ediki (eda var thad ekki örugglega (öid er lika a asnalegum stad) edik). Hingad aetla eg klarlega ad koma aftur med saetastann med mer,

Heim a morgun, sjaumst tha, lifid heil.

laugardagur, júní 03, 2006

Allt klárt

Þá er skóla lokið og nemendur hafa verið útskrifaðir með þeim félögum pompi og prakt. Það munaði minnstu að mér vöknaði um augu þegar ég kvaddi litlu fóstrin mín sem ég kenni ekki næsta vetur. Þau færðu mér blóm og gjafir og það hjálpaði ekki til, þau eru svo mikil krútt.

Sótti passann minn í gær og er nú klár í bátana fyrir mánudaginn (þó ég geri nú frekar ráð fyrir að við fljúgum). Kíkti á verðurspár og finnst þær helst til misvísandi. Mbl.is heldur því fram að í London sé bara 10 stiga hiti en yahoo vill meina að hitinn sé kominn í 18 stig. Ég kýs að trúa yahoo. Í Bratislava og Vín er svo hitinn í kringum 13 gráður svo þetta ætti að vera notalegt allt saman þó ekki sé þetta nein hitabylgja.

Nú þarf ég að fara að huga að því að þvo þvotta og pakka niður. Hef ekki einu sinni velt því fyrir mér enn hvað ég þarf að hafa með mér. Held einhvern veginn að það henti ágætlega að taka með allt sem passar á mig og sundföt, hljómar það ekki nokkuð skynsamlega.

Hef ákveðið að dagurinn í dag verði helgaður ást rétt eins og vinur minn Karl Ægir ákvað fyrir nokkrum árum. Ég er að fara frá ástkærum eiginmanni í viku og það meira að segja á afmælinu hans. Þá er rétt að ég hlaupi inn í svefnherbergi og sparki honum framúr svo ég geti byrjað í dag að elska....