mánudagur, nóvember 05, 2007

Syngjandi

Ég vildi bara benda ykkur sem ekki vitið á, að það jafnast á við geðlyf að syngja í kór. Ég er búin að vera á leiðinni að finna mér kór til að syngja í síðustu fjögur árin og nú lét ég loks verða af því. Hélt nú að ég myndi aldrei hafa gaman að því að syngja í kvennakór en lét undan hópþrýstingi og skellti mér í Kvennakór Hafnarfjarðar. Mér finnst það bara alveg dáindis skemmtilegt. Ég, sem yfirleitt dreg ýsur fyrir framan varpið eftir klukkan níu á kvöldin, er ekki einu sinni byrjuð að geyspa þó æfingin sé til hálf ellefu.

Við erum að æfa jólalögin þessa dagan, sem spillir nú ekki gleðinni yfir þessu öllu saman. Og í verðum með voða fína jólatónleika í desember (desember hentar einmitt mjög vel fyrir allt sem er jóla... eitthvað). Ég læt nú vita nánar um það síðar. Aldrei að vita nema einhverjir af hundtryggum lesendum mínum láti nú bara sjá sig.

Er annars farin að efast um að nokkur maður lesi þetta lengur. Ég er alveg hætt að fá komment.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home