fimmtudagur, nóvember 21, 2002

Ég var ekki að skila miklum afköstum í bloggi í gær. Það áttu svo margir afmæli sem ég verð að óska til hamingju núna. Kristín til hamingju með þitt afmæli, Helga til hamingju með þitt og að síðustu Ásdís litla Dögg til hamingju með sex ára afmælið. Ég minnist auðvitað ekkert á hversu gamlar hinar tvær eru en önnur þeirra stóð á hálfum tug í fyrra og hin á stórafmæli á næsta ári, eins og fleiri..

Prófkjör sjálfsæðismanna um helgina og allir vitaskuld orðnir spenntir yfir því. Verst þykir mér hversu tilviljana kennt kosningaþátttaka í prófkjörum er. Af þeim sem eru á kjörskrá eru kannski 30 40 prósent að skila sér á kjörstað. Hvernig stendur á þessu? Treystir fólk einfaldlega þeim sem nenna að mæta á kjörstað til að velja rétta fulltrúa inn á þing eða er því alveg sama. Það stendur svo ekki á fólki að flykkja sér um einhvern ákveðinn flokk fyrir kosningar, er það þá bara af gömlum vana? Í litlu landi, eins og Íslandi skiptir einstaklingurinn meira máli en einhverjir flokkadrættir, því hefði ég haldið að prófkjör ætti að skipta jafn miklu ef ekki meira máli en þingkostningarnar sjálfar.

Ég tek ofan fyrir landsbyggðafólki (enda dreifbýlistútta sjálf), sérstaklega úr dreifðari byggðum, sem er duglegt að velja sína fulltrúa. Það skiptir verulegu máli að hafa sinn kjördæmisþingmann. Þeir hafa verið misduglegir að ota sínum tota og koma sínu byggðarlagi að en ég trúi að í mörgum tilfellum komi það til með að bitna á fámennari byggðarlögum að hafa ekki þingmann úr sínu héraði. Að ég tali nú ekki um greifana og kvótakóngana sem koma til með að missa spón úr aski sínum en þeirra vegna felli ég auðvitað engin tár. Ég sé reyndar ekki að það sé að fara að skipta okkur reykvíkinga verulegu máli hvort þingmaður er úr Reykjavík norður eða Reykjavík suður en það er allt önnur og miklum mun lengri ræða.

Við mæðgur ætlum í hið árlega og mjög svo klassíska laufabrauð um helgina. Í þetta skiptið geri ég nú ráð fyrir því að halda mig dálítið til hlés og reyna að stela nokkrum tímum í ritgerðarvinnu... Mamma líður mér það alveg, hún er nefninlega best. Good night Westley, I'll most likely kill you in the morning

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home