fimmtudagur, nóvember 08, 2007

Nýr drengur

Steingleymdi áðan því að Kristínu og Gumma fæddist í morgun lítill drengur. Fjórtán merkur, heilbrigður og eflaust fjallmyndalegur eins og foreldrarnir.

Til hamingju með þetta elskurnar!

Dálítið fyndið að mér finnst Iðunn enn nýfædd en nú þegar eru í vinahópnum mínum fæddir tveir drengir sem eru yngri og þrjú börn til viðbótar eru á leiðinni.

4 Comments:

At 09 nóvember, 2007 23:21, Anonymous Nafnlaus said...

Frábærar fréttir! Eigum við ekki að fara að hittast? Maður er farinn að sakna ykkar.

 
At 11 nóvember, 2007 14:08, Anonymous Nafnlaus said...

Frábærar fréttir, skilaðu kveðju til Kristínar þegar þú heyrir í henni!

 
At 12 nóvember, 2007 19:35, Blogger fangor said...

hverjir eru óléttir??

 
At 13 nóvember, 2007 21:46, Blogger Rannveig said...

Ólína, Kristín (hans Óla) og Valdís.

 

Skrifa ummæli

<< Home