Einu sinni fyrir langa löngu var strákur, Gosi Pétur, sem átti kött. Kötturinn hans var strengjabrúða en svo átti hann líka lifandi kött og svo átti hann líka dreka. Einn daginn þá var strákurinn að leika sér með strengjabrúðuna og þá kallaði mamma hans á hann í mat. Gosi Pétur og drekinn áttu báðir að fá að borða, báðir fengu lambasteik og kötturinn fékk fisk. Mamma sagði við Gosa Pétur: „Þú þarft að læra að bjarga þér, á morgun ferðu í burtu og verður í marga marga daga“. „Já já“ sagði Gosi Pétur og fór síðan að sofa.
„Bless mamma“ sagði Gosi Pétur daginn eftir og tók drekann sinn, köttinn sinn og strengjabrúðuköttinn og lagði af stað. Þá heyrðist einhverstaðar „ekki gleyma mér!“ það var drekamamman og hún fékk að koma með. Allt í einu birtist stór og svartur úlfur undir þeim (þeir voru nefninlega fljúgandi á bakinu á drekamömmunni). Drekamamma horfði á hann með illu auga og spúði svo á hann eldi þar til hann var steindauður.
Þeir hittu fílinn Arnór, hann var vinur þeirra sem getur labbað á vatni og hann slóst í för með þeim. Þá mættu þeir einhverju sem var miklu hræðilegra en úlfur.....það var varúlfur (sagt með áherslu stóreygs tæplega sex ára barns) og vinur hans var með, hinn varúlfurinn.....hvað skyldi gerast næst....
Þetta er framhaldssaga Kolfinnu Kötlu, fylgist með frá upphafi.