Ég er nú ekki mjög dugleg að fá fólk til að passa fyrir mig á kvöldin svo ég geti farið út á galeiðuna, mér nægja yfirleitt pabbahelgarnar til þess. Í gærkvöldi gerði ég hins vegar undantekningu og fékk nákonu mína til að hlusta eftir krílinu mínu og skellti mér á andarungann með Möggu Dóru og Hrönn. Flissuðum mikið og skemmtum okkur vel, takk fyrir kvöldið dömur mínar. Þegar ég kom heim hafði ég auðvitað vit á því að fara ekki að sofa heldur dreif mig í að horfa á BBC útgáfuna af Hitch Hikers Guide to the Galaxy á vídeó. Það var auðvitað rosalega góð hugmynd og þess vegna dreg ég nú ýsur ofan í lyklaborðið. KAFFI, KAFFI, MIG VANTAR KAFFI...
raritet
Ævi og ástir kvendjöfuls
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home