fimmtudagur, febrúar 13, 2003

Annað hvort var það fyrsta verk Elfu Bjarkar í nýju íbúðinni að tengja tölvuna, áður en hún raðaði inní pottaskápinn eða reyndi að koma skipulagi á fötin sín, önnur en náttsloppinn, eða hún er ennþá á Eggertsgötunni. Heldur þykir mér líklegt að hún sé enn á Eggertsgötunni og mér finnst það gott, ég skil ekkert í henni að vera að æða þarna út í óbyggðir og vegaleysur í Grafarvoginum. Það verður stórt skarð höggvið í litla sambýlið á jarðhæðinni. Svo skilst mér að jólasveinarni hinumegin við mig ætli að flytja aftur heim í jólalandið á Ísafirði i vor og Svövu Rán fannst ekki nóg að flytja á Höfn í Hornafirði í vor ætlar hún alla leið til útlanda. Hvað verður um aumingja mig? Valdís og Vigfús koma í það minnsta heim ssjúkk.



Ógeðslega langar mig í eina reykju núna. Það er þyngra en tárum taki að vera reyklaus alla daga til fimm en svona er ég nú dugleg.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home