föstudagur, febrúar 14, 2003

Litli frændinn minn hann Arnór Snær, yngsti þunglyndissjúklingur sem ég þekki, á afmæli í dag. Til hamingju með ammælið Nóri minn. Sennilega væri ég þunglynd líka ef ég væri búin að ger mér grein fyrir því að ég þyrfti að burðast ævina á enda að eiga afmæli á helv.... valentínusardeginum. Til gamans læt ég fylgja nokkur skemmtileg gullkorn sem þessi litli frændi minn hefur látið falla við hátíðleg tækifæri

„þetta er asnaleg útilega, ég vil fara heim“

„ég vil ekki vera hérna, þetta er leiðinleg veisla“

„þetta er lótur sófi, ætla ekki að sitja í honum“

„Nei, þetta er ekki skemmtilegt“

Það er rétt að taka það fram að litla krúttið elskulega (litla lirfan ljóta) er fjögurra ára í dag. Hvernig er hægt annað en að elska svona gleðiklump?


0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home