fimmtudagur, febrúar 06, 2003

Ég afrekaði hið ómögulega í gær. Mér tóks að halda mér vakandi yfir Enterprise, lélegasta Star Trek „spinoffi“ enn sem komið er. Ég hef oft reynt að halda rænu en dett yfirleitt útaf áður en þátturinn er hálfnaður. Ég held að Gene Roddenberry fari hring eftir hring í gröfinni og óski aðstandendum þáttanna út í hafsauga fyrir þetta framtak. Hugmyndin á bak við þáttinn er ekki bara góð, hún er frábær en úrvinnslan er til skammar og Scott Bakula... need I say more? Að gera þátt af ætthvísl Star Trek sem fjallar um fyrstu skref jarðarbúa í fjölplánetusamfélagi hefði átt að virka mjög vel, gamall rígur á milli vulkana og jarðarbúa ætti að fá nýja vídd og forneskjuleg tæknin (í samanburði við DS 9 eða Voyager) ætti að vera mjög spennandi en því miður, hefur þetta allt saman mistekist hrapalega. Ég kenni introinu um. Upphafslag þáttanna er það allra, allra versta sem ég hef nokkurntíma heyrt Peter Cetera, Michael Bolton, Gorgio Moroder og Marvin Gibb... all rolled in to one. Ég hef reyndar þá kenningu að þetta sé Scott Bakula sjálfur, hvernig lýst ykkur á það?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home