föstudagur, febrúar 21, 2003

Nú stendur mikið til. Ég ítreka enn og aftur, partý í húsi framsóknarfloksins við Digranesveg 12 í Kópavogi, enginn boðinn, allir velkomnir.

Á enninu á mér, rétt á milli augnanna, er bóluskrýmsli að vakna til lífs. Ég held hún ætli að lýsa yfir sjálfstæði fyrir morgundaginn. Ef þetta er ekki dæmigert þá veit ég ekki hvað er, jú kannski ef ég hefði fengið frunsu í ofanálag. Það er auðvitað enn von ég gæti vaknað í fyrramálið með móður allra frunsna (skrýtið orð) í andlitinu. Ég sem ætlaði að vera svo sæt og fín á morgun, ég held að móðir mín hafi jafnvel minnst eitthvað á að fá fagmenn í andlitið. Þessi bóla fer alveg með mig, hún er svo stór að ef ég beygi mig áfram myndast nær óbærilegur þrýstingur á milli augnanna. Hversu oft fær maður svo hræðilega bólu að hún veldur manni höfuðverk, í eiginlegum skilningi.

Ég er ósköp róleg yfir morgundeginum. Ég hef aldrei verið manneskja sem æsir sig yfir svona smámunum. Kann einhver góða uppskrift að bollu?

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home