þriðjudagur, febrúar 11, 2003

Það styttist í stórhátíð. Aðeins rúm vika til stefnu og ég er ekki búin að gera neitt. Ég er ekki einu sinni búin að redda mér sal en ég hef þá alltaf Höskuldarbúð ef illa fer. Ég er alls ekki búin að meðtaka það að þetta sé búið, ég er enn að bíða eftir símtalinu þar sem mér verður sagt að einhverra hluta vegna geti ég bara því miður ekki útskrifast, af því að ég er svo mikill asni. Reyndar fékk ég nett hland fyrir hjartað áðan þegar María Ásdís hringdi í mig til að forvitnast um það hvers vegna í ósköpunum ég hefði ekki lokið við kúrsinn bókmenntaritgerðir. Ég var að hugsa um að segja henni að það væri nú bara vegna þess að Gottskálk Jensson væri viðurkenndur hálfviti og hrokagikkur en kunni ekki við það svo ég sagði henni bara að ég teldi mig hafa lokið þessum kúrsi 1995 (þegar samnemendur mínir í háskólanum voru að velja femingarfötin sín og kreista síðustu graðbólurnar úr andlitinu) hjá stórvinkonu minni Helgu Kress. Hún hélt að það gæti vel verið, sagðist ætla að athuga málið og bögga mig ekki frekar ef þetta væri allt á þurru. Síðan hefur ekkert til hennar spurst svo ég geri ráð fyrir að ég sé „good to go“. Þá er það bara spurningin hvor ég þori að fara úr að ofan eins og ég var búin að lofa Ásgeiri, og jafnvel enn betri spurning, þolir Ásgeir það ef ég fer úr að ofan eða verðum við að láta okkur nægja vaselín í lofanum trixið hennar Möggu Dóru.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home