sunnudagur, desember 22, 2002

búin :-Þ

laugardagur, desember 21, 2002

Ég vil taka það fram að ég er snillingur.... nú er hægt að senda mér Emil eins og glöggir hafa væntanlega tekið eftir. Þetta fattaði ég bara alveg sjálf og allt. Ég á nú reyndar eftir að sjá hvort þetta virkar. Vill kannski einhver vera svo vænn að prófa????

Vá hvað ég er búin að vera dugleg í dag. Reiðu stelpurnar ryðjast niður á blað og ekkert fær þær stöðvað. Ritgerðin verður nú sennilega talsvert lengri en gert var ráð fyrir í fyrstu en þannig er þetta nú bara. Hún stendur núna í 33 blaðsíðum og fer ört vaxandi. Hún hefur líka þróast dálítið í aðrar áttir en til stóð í fyrstu en ég held ég verði nú samt bara ánæð með hana þegar upp verður staðið. Þá er bara að drífa sig í að reyna að selja hana á einhvern hátt strax eftir áramótin :-) Ég geri ekki ráð fyrir að blogga mikið í föðurhúsum yfir hátíðarnar en hver veit tölvan er „conveniantly“ staðsett í herberginu þar sem okkur mæðgum er gert að sofa svo ef ég verð andvaka þá kannski blogga ég alla nóttina. Og að gömlum og góðum sið...Good night Westley, I'll most likely kill you in the morning

föstudagur, desember 20, 2002

Tíminn líður hratt, á gerfihnatta öld. Nú eru bara einn og hálfur tími þangað til ég verð komin í jólafrí. Jólaherðatré.....jibbí!

fimmtudagur, desember 19, 2002

Vá ég er SVO leiðinlegust í dag.... Þokkalega.

miðvikudagur, desember 18, 2002

Fær einhver annar en ég velgju þegar hann heyrir vælið í Sverri Bergmann? Mikið ofboðslega er hljómsveitin Daysleeper leiðinleg tímaskekkja.

þriðjudagur, desember 17, 2002

Smá Pallasyndrom í gangi hérna, Þess sem var einn í heiminum allt svo ekki leðurhommans. Börnin eru farin í síðasta próf og horfin af bókasafninu og ég sit hér ein og blogga.

Sá einhver hafið bláa hafið í gær? Sá einhver sæfílana slást, vaaaáááts hvað þeir voru geðveikislega flottir. Ég leifði afkvæminu að vaka og horfa á síðasta þáttinn og við sátum opinmynntar við skjáinn. Keikó, þ.e. háhyrningar, fékk nú dálítið á baukinn í þessum þætti. Þeir sem hafa verið að reyna að markaðsetja hann sem krúttaralegt kelidýr hafa aðeins misreiknað sig. Ég hafði heyrt háhyrninga kallaða úlfa hafsins og hafði sömuleiðis heyrt að veiðaðferðir þeirra væru ekki til eftirbreytni en boy o boy. Ég hélt að ekkert dýr, annað en maðurinn, sýndi nokkurntíma svo afbrigðilega hegðun. Ég hélt að í dýraríkinu gilti það að drepa og éta og vera fljótur að því en þessi leikur háhyrninganna að selskópnum gekk út á eitthvað allt annað. Það var næstum því hægt að sjá þá glotta og hlæja óbermislega við leikinn. Ljótu háyrningar, ljótu, ljótu háhyrningar.

Ég verð vís að sitja á strák mínum við litlu Dabbíló í dag, hún á nefninlega ammæli. Til hamingju með dagin drottningin mín. Þetta er barasta ekki nokkur aldur á þér, ég man þegar ég var 28 :Þ

mánudagur, desember 16, 2002

Svava mín Rán ég er búin að svara þér í löngu máli á síðunni þinni en er að hugsa um að taka þetta málefni upp enn frekar hér að síðunni minni. Þú veist auðvitað mín kæra að ekkert gerir mig jafn málgefna og feminismi. Ég tek vissulega undir það að umræðan mætti vera hálfu málefnalegri. Okkur er öllum frjálst að vera nákvæmlega eins og okkur sýnist og ef við viljum vera væmin og „sappy“ þá er það gott og blessað. Umburðalyndið verður að ríkja á báða bóga, við getum jú ekki allar verið lesbískir jóladvergar. Hugsanlega eru ritsjórar umræddrar síðu bara að skrifa undir og jafnvel undirstrika steríótýpískar ímyndir kvenna. Mér fannst síðan bara fljótt á litið skondin og skemmtileg og öllu gáfulegri og skemmtilegri en íslenskar stallsystur þeirra eða litlu tíkurnar í sjálfstæðisflokknum sem taka út fyrir allan þjófabálk. Sjálfstæðar konur sem trúa því staðfastlega að prófkjör sjálfstæðismanna í Reykjavík hafi ekki verið hneyksli.

Ég vona að með þessu brölti þínu sértu ekki að segja mér að þú sért þeirrar skoðunar að baráttunni sé lokið. Að algeru jafnrétti hafi þegar verið náð það þurfi bara aðeins að slétta út misfellurnar. Næst segirðu mér að þú sért gengin í Hvöt. Úbbs, klukkan orðin einhvern helling, verð að fara að drífa mig heim. Þessari umræðu er hins vegar hvergi nærri lokið.

If cleanliness is next to Godliness then God is in da' house. Að afloknu prófi á laugardaginn skúraði ég mig út úr húsi og nú líður okkur vel heima hjá okkur aftur enda minnir heimilið mannabústað á ný. Verst að ég nenni alls ekki að gera þetta aftur fyrir jól svo vesalings Kolfinna verður að sitja og standa ein og mamma hennar segir. Ég var að hugsa um að segja nokkrar hetjusögur af henni núna (eins og þegar hún þuldi upp allt grýlukvæði Jóhannesar úr Kötlum) en ég þarf að fara að snúa mér að þvi að rukka óskilvísa MS-inga.

föstudagur, desember 13, 2002

Er baggalútur hruninn? Ég bara spyr. Einhverjum gæti dottið í hug að halda því fram að fyrst ég má vera að því að athuga hvað er í „fréttum“ á baggalúti megi ég eins vera að því að blogga......Firra!

Hver má vera að því að blogga þessa dagna? Ekki ég.

miðvikudagur, desember 11, 2002

Ó fokk þetta er ég ef ég skila ekki á réttum tíma! Úlfhildur mín hefur ákveðnar skoðanir á hlutunum.

Dag nokkurn í september 1848 var Phineas Gage að vinna við vegagerð ásamt félögum sínum. Hann var verkstjóri og gaf skipun um að sprengja það sem var í vegi þeirra. Hræðilegt óhapp í sprengingunni vað til þess að Phineas Gage fékk fjögurra feta járntein í gegnum höfuðið. Þetta væri kannski ekki í frásögur færandi nema af því að Phineas þessi lést ekki fyrr en 1861 og hafði þá lifað ágætu lífi í 13 ár með bévaðan teininn í höfðinu. Hann tapaði engu (eða litlu) af greind sinni og málstöðvar hans voru óskaddaðar svo hann gat talað og tjáð sig eftir sem áður. Þess er getið að persónuleiki hans hafi breyst nokkuð auk þess sem kynhegðun hans ku ekki hafa verið sú sama (án þess að þess sé getið hvernig hún breyttist, það væri nú forvitnilegt að vita). Phineas lifði í sárri fátækt þegar hann lést en hafði þó komist í nokkrar álnir eftir óhappið þar sem hann kom fram sem „side show freak“ í sirkus. Merkilegt það.

Allt í lagi, allt í lagi, allir sem einhvers mega sín voru á Nick Cave í gær (eða í fyrra dag) og svei mér ef það var ekki bara skemmtilegt. Á þessu átti ég ekki von, skemmtilegt á Nick Cave tónlekum DAH.

Það er dálítið erfitt að komast í jólastuð þegar svona mikið er að gera. Heimilið er á hvolfi, krakkinn gengur sjálfala, matseðillinn samanstendur að mestu af kaffi og reykjum og svei mér ef ég er ekki farin að lykta. Jólaundirbúningur verður ansi strembinn. Ég var búin að ákveða að senda jólakort þetta árið, með mynd og allt. Eins og staðan er núna geri ég ráð fyrir að ef þau verða send þá verða þau send á milli jóla og nýárs. Til hamingju með jólin krúttin mín öll, þið vitið að ég hugsa fallega til ykkar þó að þið fáið ekki óborganlega sæta mynd af Kolfinnu og jólakort. Ég er að hugsa um að koma á nýjum sið, áramótakort eru kúl, er það ekki.... ég gæti hugsanlega skrifað þau á jóladag.

Samt er ég í jólastuði. Kerlingarhveljan hún Helga Möller kemur mér alltaf í jólaskap jafnvel „þótt úti séu snjór og krap“ eða ekki, eins og í þessu tilfelli heldur 10 stiga hiti í desember sem er náttúrulega alveg út í vorið. Það fyrsta sem kom mér í jólaskap þetta haustið voru afturljósin á bílunum fyrir framan mig á Miklubrautinni einhvern eftirmiðdaginn í haust. Undarlegt. Good night Westley, I'll most likely kill you in the morning.

þriðjudagur, desember 10, 2002

Á DAUÐA MÍNUM ÁTTI ÉG VON





Þessir NATO-fundir eru frekar óþægilegir fyrir þig. Það er svo sem ágætt að kjósa alltaf eins og Bandaríkin og halda með Bush, en það er samt miklu skemmtilegra að vera bara heima á Íslandi.
Þar ert þú aðalkarlinn og þarft ekki að tala útlensku.



Taktu "Hvaða stríðsæsingamaður ert þú?" prófið







Þetta er nú í lagi, sjáiði bara Möggu Dóru .

Allir mínir eru annað hvort hljóðir, grobbandi sig af einhverjum Nick Cave tónleikum eða farandi á límingunum yfir því að vera ekki að fara á Nick Cave. Pant vera hljóð, það er bara allt of mikið að gera.....

mánudagur, desember 09, 2002

Og enn er ég dugleg. Að þessu sinni dugleg í vinnunni. Skrýtið ég er búin að vera rosalega dugleg, alltaf að vinna, stutt kaffi og ekkert bloggað samt hefur mér ekki orðið neitt úr verki í allan dag. Það er auðvitað af því að það er mánudagur, er það ekki. ég held ég sé orðin ein eftir í skólanum og ég get svarið að ég dreg ýsur hérna við lyklaborðið. Þessir mánudagar fuss og svei.....

sunnudagur, desember 08, 2002

Helgin hefur að mestu farið í að vera dugleg. Ég er búin að læra bæði um sagnaagnir og agnasagnir, jeg griner ikke þessi hugtök eru til í íslenskri málfræði. Nú er ég að sjóða nokkur hrísgrjón (brún, af því að þau eru svo holl) til að næra heilann áður en ég held áfram. Ég ákvað að það væri ágæt að tölva pínulítið á meðan suðan kemur upp. Já, ég sagði tölva, Höskuldur Þráinsson heldur þvi nefninlega fram að sögnin „að tölva“ sé til og af henni sé dregið nafnorðið „tölvari“. Þið getið bara ekki ímyndað ykkur hvað íslensk málfræði er skelfing skemmtileg. Því er ekki að neita að vissulega vildi ég heldur vera að baka smákökur, eins og mæðgurnar í Þolló, en í febrúar má ég setja bókmenntafræðingur fyrir aftan nafnið mitt í símaskránni svo þetta er allt þess virði..... Maður getur alltaf sofið, hvílt sig og leikið sér (sagnirnar hvíla og leika taka nefninlega með sér afturbeigt fornafn en það gerir sofa ekki, maður sefur ekki sig; ég þekki að vísu gamla konu sem talar um að sofa í hausinn á sér en hún er að vestan og þar eru allir stórskrýtnir) seinna.

föstudagur, desember 06, 2002

Fann Ingimar, þetta er bara spurning um að leita.

Ég auglýsi hér með eftir nýja url-inu hans Ingimars frænda. Ég týndi því og veit ekkert hvað er að gerast úti á Íþöku.

Það er svona tiltölulega hægt að fá þá útkomu út úr þessu sem maður vill, ef maður hefur séð myndina 784 sinnum. Which I have.Hello!%20%20Your%20name%20is%20Inigo%20Montoya!!%20%20You%20have%20spent%20your%20whole%20life%20learning%20to%20fight%20so%20that%20one%20day%20you%20can%20get%20your%20revenge%20on%20someone%20who%20ruined%20your%20childhood.%20%20You%20are%20very%20hon
"A princess bride personality test!"

brought to you by Quizilla

Ég mátti ekki vera að því að blogga í gær. Ég var of upptekin við að reyna að vera dugleg í vinnunni. Þegar ég kom heim reyndi ég svo að vera dugleg að læra. Ég hef ekki miklar áhyggjur af þessu málfræðiprófi, ég hugsa að ég gæti náð því (ekki með miklum sóma) þó ég lærði ekki neitt. Ritgerðirnar tvær, BA ritgerðin og Shakespeare ritgerðin valda mér hins vegar dálitlu hugarangri. Þá gildir bara að spýta í lófana. Ef maður bætir hái fyrir aftan BA fær maður BAH sem er tungumál sauðkindarinnar á engilsaxnesku, sum sé ME. Ég held að það sé nú óþarfi að hafa áhyggjur af svona jarmi ;-)

miðvikudagur, desember 04, 2002

Ég fékk bók í hausinn áðan. Þetta er bara ein af mörgum hættum sem fylgja því að vinna á bókasafni. Til allrar lukku var þetta bara lítil kilja um sjálfsvíg unglinga (skemmtilestur hjá MS-ingum) en ekki The New Illustrated encyclopedia of World History, þá væri ég nú sennilega ekki til frásagnar. MS-ingar hafa líka þróað með sér afar óeðlilega hræðslu við rafknúna heftarann minn. Stórir og stæðilegir strákar sem þurfa að hefta ritgerðirnar sínar eða skilaverkefni koma til mín hálf klökkir og spyrja hvort ég eigi nokkuð „venjulegan“ heftara. Ég er auðvitað ekkert nema elskulegheitin og bendi þeim á að enn sem komið er hafi hann bara étið þrjá fyrstubekkinga og einn annarsbekking. Tveir af fyrstubekkingunum voru litlar stelpur og annarsbekkingurinn var lítillega fatlaður svo það ættu nú flestir að komast klakklaust hjá því að nota þennan heftara:-Þ

Um helgina ætlaði ég að vera brjálæðislega dugleg að læra en mamma og pabbi buðu okkur Ingvari út að borða á Caruso og endaði það vitaskuld með æðisgengnu fylleríi á næsta bar. Ég mæli eindregið með Caruso, ég mæli eindregið með næsta bar og ég mæli eindregið með foreldrum mínum. Ég mæli hins vegar ekki með stífri drykkju þegar fyrirliggjandi er mikil vinna við BA ritgerð. Good night Westley I'll most likely kill you in the morning.

mánudagur, desember 02, 2002





Which Sex and the City Vixen Best Matches Your Sex Style?
Þetta kemur svo sem engum á óvart!

Það er mánudagur í dag. Sjitt hvað það er mikill mánudagur í dag.

sunnudagur, desember 01, 2002

Til allra ykkar þarna úti. Verið hugrökk, berið höfuðið hátt og brosið stundum í spegilinn og minnið ykkur á að þið eruð nokkuð vel heppnuð. Skammdegið er bara myrkur sem þráast við að vera hugarástand. Syngið jólalögin hátt og borðið mikið af piparkökum því jólin eru skemmtileg og þau eru alveg að koma. Good night Westley, I'll most likely kill you in the morning.