miðvikudagur, desember 04, 2002

Ég fékk bók í hausinn áðan. Þetta er bara ein af mörgum hættum sem fylgja því að vinna á bókasafni. Til allrar lukku var þetta bara lítil kilja um sjálfsvíg unglinga (skemmtilestur hjá MS-ingum) en ekki The New Illustrated encyclopedia of World History, þá væri ég nú sennilega ekki til frásagnar. MS-ingar hafa líka þróað með sér afar óeðlilega hræðslu við rafknúna heftarann minn. Stórir og stæðilegir strákar sem þurfa að hefta ritgerðirnar sínar eða skilaverkefni koma til mín hálf klökkir og spyrja hvort ég eigi nokkuð „venjulegan“ heftara. Ég er auðvitað ekkert nema elskulegheitin og bendi þeim á að enn sem komið er hafi hann bara étið þrjá fyrstubekkinga og einn annarsbekking. Tveir af fyrstubekkingunum voru litlar stelpur og annarsbekkingurinn var lítillega fatlaður svo það ættu nú flestir að komast klakklaust hjá því að nota þennan heftara:-Þ

Um helgina ætlaði ég að vera brjálæðislega dugleg að læra en mamma og pabbi buðu okkur Ingvari út að borða á Caruso og endaði það vitaskuld með æðisgengnu fylleríi á næsta bar. Ég mæli eindregið með Caruso, ég mæli eindregið með næsta bar og ég mæli eindregið með foreldrum mínum. Ég mæli hins vegar ekki með stífri drykkju þegar fyrirliggjandi er mikil vinna við BA ritgerð. Good night Westley I'll most likely kill you in the morning.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home