mánudagur, desember 16, 2002

Svava mín Rán ég er búin að svara þér í löngu máli á síðunni þinni en er að hugsa um að taka þetta málefni upp enn frekar hér að síðunni minni. Þú veist auðvitað mín kæra að ekkert gerir mig jafn málgefna og feminismi. Ég tek vissulega undir það að umræðan mætti vera hálfu málefnalegri. Okkur er öllum frjálst að vera nákvæmlega eins og okkur sýnist og ef við viljum vera væmin og „sappy“ þá er það gott og blessað. Umburðalyndið verður að ríkja á báða bóga, við getum jú ekki allar verið lesbískir jóladvergar. Hugsanlega eru ritsjórar umræddrar síðu bara að skrifa undir og jafnvel undirstrika steríótýpískar ímyndir kvenna. Mér fannst síðan bara fljótt á litið skondin og skemmtileg og öllu gáfulegri og skemmtilegri en íslenskar stallsystur þeirra eða litlu tíkurnar í sjálfstæðisflokknum sem taka út fyrir allan þjófabálk. Sjálfstæðar konur sem trúa því staðfastlega að prófkjör sjálfstæðismanna í Reykjavík hafi ekki verið hneyksli.

Ég vona að með þessu brölti þínu sértu ekki að segja mér að þú sért þeirrar skoðunar að baráttunni sé lokið. Að algeru jafnrétti hafi þegar verið náð það þurfi bara aðeins að slétta út misfellurnar. Næst segirðu mér að þú sért gengin í Hvöt. Úbbs, klukkan orðin einhvern helling, verð að fara að drífa mig heim. Þessari umræðu er hins vegar hvergi nærri lokið.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home