sunnudagur, desember 08, 2002

Helgin hefur að mestu farið í að vera dugleg. Ég er búin að læra bæði um sagnaagnir og agnasagnir, jeg griner ikke þessi hugtök eru til í íslenskri málfræði. Nú er ég að sjóða nokkur hrísgrjón (brún, af því að þau eru svo holl) til að næra heilann áður en ég held áfram. Ég ákvað að það væri ágæt að tölva pínulítið á meðan suðan kemur upp. Já, ég sagði tölva, Höskuldur Þráinsson heldur þvi nefninlega fram að sögnin „að tölva“ sé til og af henni sé dregið nafnorðið „tölvari“. Þið getið bara ekki ímyndað ykkur hvað íslensk málfræði er skelfing skemmtileg. Því er ekki að neita að vissulega vildi ég heldur vera að baka smákökur, eins og mæðgurnar í Þolló, en í febrúar má ég setja bókmenntafræðingur fyrir aftan nafnið mitt í símaskránni svo þetta er allt þess virði..... Maður getur alltaf sofið, hvílt sig og leikið sér (sagnirnar hvíla og leika taka nefninlega með sér afturbeigt fornafn en það gerir sofa ekki, maður sefur ekki sig; ég þekki að vísu gamla konu sem talar um að sofa í hausinn á sér en hún er að vestan og þar eru allir stórskrýtnir) seinna.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home