þriðjudagur, desember 17, 2002

Sá einhver hafið bláa hafið í gær? Sá einhver sæfílana slást, vaaaáááts hvað þeir voru geðveikislega flottir. Ég leifði afkvæminu að vaka og horfa á síðasta þáttinn og við sátum opinmynntar við skjáinn. Keikó, þ.e. háhyrningar, fékk nú dálítið á baukinn í þessum þætti. Þeir sem hafa verið að reyna að markaðsetja hann sem krúttaralegt kelidýr hafa aðeins misreiknað sig. Ég hafði heyrt háhyrninga kallaða úlfa hafsins og hafði sömuleiðis heyrt að veiðaðferðir þeirra væru ekki til eftirbreytni en boy o boy. Ég hélt að ekkert dýr, annað en maðurinn, sýndi nokkurntíma svo afbrigðilega hegðun. Ég hélt að í dýraríkinu gilti það að drepa og éta og vera fljótur að því en þessi leikur háhyrninganna að selskópnum gekk út á eitthvað allt annað. Það var næstum því hægt að sjá þá glotta og hlæja óbermislega við leikinn. Ljótu háyrningar, ljótu, ljótu háhyrningar.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home