Dag nokkurn í september 1848 var Phineas Gage að vinna við vegagerð ásamt félögum sínum. Hann var verkstjóri og gaf skipun um að sprengja það sem var í vegi þeirra. Hræðilegt óhapp í sprengingunni vað til þess að Phineas Gage fékk fjögurra feta járntein í gegnum höfuðið. Þetta væri kannski ekki í frásögur færandi nema af því að Phineas þessi lést ekki fyrr en 1861 og hafði þá lifað ágætu lífi í 13 ár með bévaðan teininn í höfðinu. Hann tapaði engu (eða litlu) af greind sinni og málstöðvar hans voru óskaddaðar svo hann gat talað og tjáð sig eftir sem áður. Þess er getið að persónuleiki hans hafi breyst nokkuð auk þess sem kynhegðun hans ku ekki hafa verið sú sama (án þess að þess sé getið hvernig hún breyttist, það væri nú forvitnilegt að vita). Phineas lifði í sárri fátækt þegar hann lést en hafði þó komist í nokkrar álnir eftir óhappið þar sem hann kom fram sem „side show freak“ í sirkus. Merkilegt það.
raritet
Ævi og ástir kvendjöfuls
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home