miðvikudagur, desember 11, 2002

Allt í lagi, allt í lagi, allir sem einhvers mega sín voru á Nick Cave í gær (eða í fyrra dag) og svei mér ef það var ekki bara skemmtilegt. Á þessu átti ég ekki von, skemmtilegt á Nick Cave tónlekum DAH.

Það er dálítið erfitt að komast í jólastuð þegar svona mikið er að gera. Heimilið er á hvolfi, krakkinn gengur sjálfala, matseðillinn samanstendur að mestu af kaffi og reykjum og svei mér ef ég er ekki farin að lykta. Jólaundirbúningur verður ansi strembinn. Ég var búin að ákveða að senda jólakort þetta árið, með mynd og allt. Eins og staðan er núna geri ég ráð fyrir að ef þau verða send þá verða þau send á milli jóla og nýárs. Til hamingju með jólin krúttin mín öll, þið vitið að ég hugsa fallega til ykkar þó að þið fáið ekki óborganlega sæta mynd af Kolfinnu og jólakort. Ég er að hugsa um að koma á nýjum sið, áramótakort eru kúl, er það ekki.... ég gæti hugsanlega skrifað þau á jóladag.

Samt er ég í jólastuði. Kerlingarhveljan hún Helga Möller kemur mér alltaf í jólaskap jafnvel „þótt úti séu snjór og krap“ eða ekki, eins og í þessu tilfelli heldur 10 stiga hiti í desember sem er náttúrulega alveg út í vorið. Það fyrsta sem kom mér í jólaskap þetta haustið voru afturljósin á bílunum fyrir framan mig á Miklubrautinni einhvern eftirmiðdaginn í haust. Undarlegt. Good night Westley, I'll most likely kill you in the morning.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home