Ég mátti ekki vera að því að blogga í gær. Ég var of upptekin við að reyna að vera dugleg í vinnunni. Þegar ég kom heim reyndi ég svo að vera dugleg að læra. Ég hef ekki miklar áhyggjur af þessu málfræðiprófi, ég hugsa að ég gæti náð því (ekki með miklum sóma) þó ég lærði ekki neitt. Ritgerðirnar tvær, BA ritgerðin og Shakespeare ritgerðin valda mér hins vegar dálitlu hugarangri. Þá gildir bara að spýta í lófana. Ef maður bætir hái fyrir aftan BA fær maður BAH sem er tungumál sauðkindarinnar á engilsaxnesku, sum sé ME. Ég held að það sé nú óþarfi að hafa áhyggjur af svona jarmi ;-)
raritet
Ævi og ástir kvendjöfuls
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home