fimmtudagur, nóvember 30, 2006

Hart í ári í henni Ameríku.

Sú var tíðin að vinsælt tónlistarfólk í Ameríku átti til hnífs og skeiðar og vel það. Litli hörundsdökki snáðinn sem söng um litla jólatréð rakaði inn peningum og keypti sér lítinn skemmtigarð til að búa í. Öðrum gekk líka vel og voru meðal tekjuhæstu bandaríkjamanna. Nú er hins vegar af sem áður var. Sönghópurinn vinsæli Pussicat Dolls sem allir þekkja, þær áttu jú hin stórkostlega menntaða smell „Don't You Wish Your Girlfriend was hot like me?“, virðist vart ná endum saman. Þær dömur hafa ekki efni á að kaupa sér föt og sjá sig knúnar til að koma fram í hverju myndbandinu á fætur öðru á nærfötunum einum klæða. Þá sjaldan að þær sjást í fötum eru þau svo skjóllítil að allt eins hefði mátt skilja þau eftir heima og mæta á nærfötunum góðu. Ég hugðist taka gleði mína á ný áðan þegar ég sá að eitt kuldastráið hafði fjárfest í kjól en varð óðara fyrir vonbrigðum þegar ég sá að hálsmálið var rifið niður á nafla og téð nærföt blöstu enn og aftur við. Vil ég leggja til við ykkur kæru landsmenn að nú þegar jólin nálgast og að öllum líkindum verður tekið til í einhverjum fataskápum að pokarnir verði ekki sendir í rauðakrossinn þetta árið heldur beina leið til Ameríku svo ylja megi stúlkunum klæðalitlu. Ég geri mér grein fyrir að þær eru endalaust margar, ég held að þær séu í það minnsta tólf (þó syngur bara ein þeirra og engin spilar á hljóðfæri, til hvers eru allar hinar) en nýttnin ætti að vera nokkuð góð þar sem hver og ein er frekar rýr, allstaðar nema yfir barminn. Þetta er ákall mitt til ykkar kæru Íslendingar við getum ekki haft þetta svona lengur.

Í öðrum fréttum:
Sá Chris Cornell áðan í téðu sjónvarpi ooooohhhhhh!

miðvikudagur, nóvember 15, 2006

Vel útilátið barn.

Fór á heilsugæsluna áðan og fékk hvítan miða á Iðunni Ösp. Hún dafnar vægast sagt mjög vel, fylgir sinni kúrfu sem er sú efsta á blaðinu. Hún er svo sannarlega vel útilátin barnið og dafnar vel á rjómanum í brjóstunum hennar mömmu sinnar. Fékk einnig þá umsögn hjá hjúkkunni að hún væri frábær, ekki amalegur vitnisburður það, hún tjaldaði enda til öllu því flottasta sem hún á brosti, hjalaði og söng fyrir hjúkkuna og sjarmaði hana upp úr skónum.

Við hjónin höfum algerlega tapað okkur í þessu. Þetta er mindnumbingly skemmtilegt en ég legg ekki til að þið byrjið á þessu ef þið eruð í vinnu þar sem þess er krafist að þið notið tímann í eitthvað skynsamlegt.

laugardagur, nóvember 11, 2006

Sandi Thom [I wish I was a punk rocker] - with flowers in my

Eins og talað út úr mínu hjarta.

X kynslóðin revisited

Þessa dagana syngur ung stúlka, Sandi Thom, hástöfum á öldum ljósvakans:

I wish I was a punkrocker with flowers in my hair
in 77 and 69 revolution was in the air
I was born to late
into a world that doesn't care
oh I wish I was a punkrocker with flowers in my hair

Þessi dillandi skemmtilegi texti minnti mig á færslu frá árdögum þessa bloggs.
Færslu frá því ég var enn tuttugu og eitthvað. Úff hvað tíminn líður og úff hvað ég er búin að vera dugleg að blogga í svona mörg ár.
Ég stend enn við það sem segir í þessari færslu. Stefnulaus, skoðanalaus, byltingarlaus er vor kynslóð.

þriðjudagur, nóvember 07, 2006


Mátti til með að deila þessari snilld með ykkur sem ekki lesið fangor. Hún rændi þessu enda af einhverjum öðrum. Tek það fram að þetta er til í alvörunni white wedding/christmas ekki svo mikill munur er það. Posted by Picasa

mánudagur, nóvember 06, 2006


Aftur svona sætar systur. Posted by Picasa


Svona er stundum gaman að vera til. Posted by Picasa

Rautt?

Fór á laugardag og sinnti borgaralegum skyldum þ.e. kaus í prófkjöri samfylkingarinnar. Þó að listinn hafi ekki raðast nákvæmlega eins og ég vildi verð ég að segja að þetta er sérlega frambærilegur listi þegar upp er staðið. Það er satt að segja ekki oft sem maður getur gengið til kosninga svona sáttur við fólkið á bak við bókstafinn. Ég held að þetta þetta lofi bara góðu í vor. Ég auglýsi hér með eftir góðri, barnvænni, kosningateiti í maí.

Hef verið að reyna að gera það upp við mig upp á síðkastið hvort Iðunn Ösp sé eða sé ekki rauðhærð. Það er afar erfitt. Í dagsbirtu virkar hárið í vöngunum oft ljósrautt en í rafmagnsljósi er það bara íslensk klassík. Fyrir nokkru síðan fóru kollvikin á henni stöðugt hækkandi (ekki ósvipað og á móðurbræðrum hennar tveimur, tíhí) og hárið sem slútti fram á ennið hvarf allt eina nóttina. Nú er hins vegar að spretta nýtt hár í staðinn og mér finnst það allt frekar mikið ljóst. Þetta er allt saman afar spennandi ráðgáta.

miðvikudagur, nóvember 01, 2006

Conviction

Undanfarna viku hefur gengið auglýsing á Skjá einum þar sem verið er að kynda undir fyrir komandi þátt af Conviction. Þar segir „unglingur drepst eftir að hafa tekið þátt í hættulegum leik" eða eitthvað slíkt. Er ég bara viðkvæm og gamaldags tepra eða er þetta stórkostlega óviðeigandi orðalag? Eru ekki hundrað leiðir til að segja það sama á örlítið smekklegri hátt?

Á sömu sjónvarpsstöð er auglýsing þar sem Árni Johnsen hveður það stórkostlegt að horfa yfir byggð og ból. Árni Johnsen er auðvitað vitleysingur...