Rautt?
Fór á laugardag og sinnti borgaralegum skyldum þ.e. kaus í prófkjöri samfylkingarinnar. Þó að listinn hafi ekki raðast nákvæmlega eins og ég vildi verð ég að segja að þetta er sérlega frambærilegur listi þegar upp er staðið. Það er satt að segja ekki oft sem maður getur gengið til kosninga svona sáttur við fólkið á bak við bókstafinn. Ég held að þetta þetta lofi bara góðu í vor. Ég auglýsi hér með eftir góðri, barnvænni, kosningateiti í maí.
Hef verið að reyna að gera það upp við mig upp á síðkastið hvort Iðunn Ösp sé eða sé ekki rauðhærð. Það er afar erfitt. Í dagsbirtu virkar hárið í vöngunum oft ljósrautt en í rafmagnsljósi er það bara íslensk klassík. Fyrir nokkru síðan fóru kollvikin á henni stöðugt hækkandi (ekki ósvipað og á móðurbræðrum hennar tveimur, tíhí) og hárið sem slútti fram á ennið hvarf allt eina nóttina. Nú er hins vegar að spretta nýtt hár í staðinn og mér finnst það allt frekar mikið ljóst. Þetta er allt saman afar spennandi ráðgáta.
3 Comments:
ég er að komast að þeirri niðurstöðu að ungabörn séu með þessa rauðu slikju á hárinu áður en ljósa hárið kemur. það er nefnilega svo mikið rautt í þessu íslenska ljósa hári eins asnalega og það nú hljómar, hárið á mér verður til dæmis appelsínugult ef vottur af koparlit kemst í það. svo ég spái henni ljósu hári.
Ég er enn að velta vöngum yfir því hvort dóttir mín sé rauðhærð og hún verður 2ja ára í febrúar. Ætli þetta verði ekki þrætuepli í fermingarveislunni því fólk virðist skiptast alveg í tvo hópa: þá sem telja hana rauðhærða og þá sem telja hana ljóshærða. Svo á hún örugglega eftir að lita á sér hárið dökkt þegar hún fær aldur til...
Gaman að lesa bloggið þitt ;)
kv.
Helga Dögg (Lísuvinkona og fyrrverandi bókmenntafræðisamstúdent)
Ja, ef hárið er rautt þá er hún í stíl við flokkinn og mun því taka sig vel út í þessu kosningateiti sem þú hefur lýst eftir.
Skrifa ummæli
<< Home