miðvikudagur, nóvember 15, 2006

Vel útilátið barn.

Fór á heilsugæsluna áðan og fékk hvítan miða á Iðunni Ösp. Hún dafnar vægast sagt mjög vel, fylgir sinni kúrfu sem er sú efsta á blaðinu. Hún er svo sannarlega vel útilátin barnið og dafnar vel á rjómanum í brjóstunum hennar mömmu sinnar. Fékk einnig þá umsögn hjá hjúkkunni að hún væri frábær, ekki amalegur vitnisburður það, hún tjaldaði enda til öllu því flottasta sem hún á brosti, hjalaði og söng fyrir hjúkkuna og sjarmaði hana upp úr skónum.

Við hjónin höfum algerlega tapað okkur í þessu. Þetta er mindnumbingly skemmtilegt en ég legg ekki til að þið byrjið á þessu ef þið eruð í vinnu þar sem þess er krafist að þið notið tímann í eitthvað skynsamlegt.

1 Comments:

At 16 nóvember, 2006 19:34, Blogger fangor said...

þetta tekur nú aðeins meiri tíma en mér þykir gott. liggur niðri meira og minna og ég ekki búin með nema þrettán orð, arg og garg!

 

Skrifa ummæli

<< Home