Ok, loksins kom sumar
Í tilefni af sólskini vil ég koma þeirri skoðun minni á framfæri að ég held að ég sé búin að finna út hvert er leiðinlegasta tónlistarform sem til er. ÍSLENSKIR SUMARSMELLIR. Það rennur kalt vatn niður eftir bakinu á mér þegar þulurinn á Rás 2 tilkynnir að næst ætli hann að spila sumarsmell með einhverri íslenskri hljómsveit. Þær eru líka einhvern veginn alltaf ættaðar frá Selfossi.
4 Comments:
Og hvað er að því? Er einhver stórborgar rembingur kominn í mína eða hvað...?
Hmmmmm....tek undir síðasta komment. HVAÐ ER AÐ ÞVÍ AÐ VERA ÆTTAÐUR FRÁ SELFOSSI????!!!!!
Hafðu það annars gott bumbulínan!
nei, sko, það er svona meira selfyssískar hljómsveitir sem hafa aldrei fengið litla pönkhjartað mitt til að slá örar. skítamórall og slíkir kónar.
Þú ert væntanlega að tala um einhverjar svona hnakkagrúppur, er það ekki? Ég skil alla vega hvað þú meinar og tek þessu ekkert illa þó ég búi á Selfossi ;)
Skrifa ummæli
<< Home