föstudagur, júní 23, 2006

Til hamingju ég og mínir

Ég vil nota þetta tækifæri og óska sjálfri mér og eiginmanni mínum til eins árs til hamingju með morgundaginn. Ég geri ekki ráð fyrir að setjast mikið við tölvuna á morgun þar sem sá dagur, eins og reyndar einhver annar fyrir ekki svo löngu, verður að sjálfsögðu helgaður ást.

Katrín Sigríður á líklega eins árs afmæli á morgun svo það er ekki úr vegi að óska henni og hennar fólki líka til hamingju með morgundaginn.

Svo kyrjum við bara; byrjaðu í dag að elska, byrjaðu í dag að elska.....

2 Comments:

At 23 júní, 2006 17:17, Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með daginn á morgun, verð ekki heima svo ég sendi kveðjuna í dag.
Mamma

 
At 23 júní, 2006 23:03, Anonymous Nafnlaus said...

Til hamingju með daginn á morgun. Verð að vísu heima en er hrædd um að gleyma þessu ef ég slæ þetta ekki inn núna. Þrjú börn hafa haft skaðleg áhrif á minnið ;)

 

Skrifa ummæli

<< Home