og þá kom 19.
Gleðilegan 19. júní allar íslenskar konur. Dagurinn í dag er dásamlega fallegur og því til staðfestingar er ég að sjálfsögðu dásamlega falleg í bleiku. Heyrði líka í móður minni aldraðri sem ætlaði að sjáfsögðu að skella sér á golfvöllinn í bleiku í dag og nota eingöngu bleikar kúlur. Ég held ég haldi mig samt heima við í dag og fari ekki á hátíðarhöld í bænum, betra að hvíla sig. Ég missti af hátíðarhöldum í fyrra af því ég var að undibúa brúðkaup og nú er ég ólétt. Alltaf nóg að gera á mínu heimili.
Skellti mér í bleyti áðan. Það var auðvitað frábært ekki síst þar sem ég hef ekki farið og synt í einar tvær vikur eða jafnvel þrjár. Ég fór í Salalaug og hélt ég væri komin með geðbólgur þegar ég kom upp úr og allt í kringum mig voru óléttar konur. Tuttugu óléttar konur og ég. Ég stóðst ekki mátið að spyrja hvort ég væri að missa af einhverju. Jú þá hafði hið margrómaða grindhvalasund flutt sig um set vegna viðgerða á lauginni á Hrafnistu. Þetta minnti mig á að ég hafði ætlað að drífa mig í svona grindhvalasund svo ég skelli mér eflaust með þeim næst.
Einu hef ég verið að velta fyrir mér síðan ég kom heim (ég hef ekkert að gera). Á veggnum í kvennaklefanum í Salalaug stendur að það sé stranglega bannað að tala í gemsa í klefanaum. Ég hef meira að segja séð baðvörð agnúast út í gest sem var að tala í símann sinn. Nú spyr ég, fávís konan, af hverju í veröldinni er bannað að tala í síma í kvennaklefanum? Ætli það hafi áhrif á rennslið í sturtunum eða læsingarnar á skápunum? Skyldi baðvörðurinn vera með einhverjar ígræðslur sem eru í stórhættu undan gsm-bylgjum? Ég er alveg á gati, getur einhver uppfrætt mig?
3 Comments:
Ástæðan eru myndavélasímar - það er sennilega frekar erfitt að átta sig á hvort verið er að spjalla eða taka myndir!!!! Ég fyrir mína parta hef ekki áhuga á því að vera mynduð á berrössunni.
Hmm þetta var altsvo ég þarna fyrir ofan
myndavélar, auðvitað. takk fyrir upplýsingarnar.
Skrifa ummæli
<< Home