miðvikudagur, júní 28, 2006

Að bíta hausinn af skömminni.

Hingað til hef ég ekki séð nokkra ástæðu til að tjá mig um fyrirbæri sem heitir karlarnir.is, hvorki hér á síðunni né annars staðar. Ástæðurnar fyrir þessu eru margar númer eitt máski það að mér fannst þeir bara sem minnst koma mér við, ég hef aldrei kynnt mér þá á nokkurn einasta hátt (á interneti, í sjónvarpi eða útvarpi) og vissi þess vegna ekkert um þá annað en það sem mínir egin fordómar sögðu mér að þetta væri eitthvað sem mér þætti án nokkurs vafa hræðilegt og ætti ég því að halda mig í sem mestri fjarlægð.

Ekki hef ég gert nokkrar breytingar á afstöðu minni í þessum efnum. Ég hef ekki kynnt mér málið nánar og ég hef heldur ekki ákveðið að láta af fordómum mínum. Nema síður sé. Ég sá nefninlega svo bráðskemmtilega tilvitnun í einhvern Egil sem kallar sig Gilz, í Fréttablaðinu áðan. Forsagan er sú að einhver innan þessa hóps, karlarnir.is sem ég reyndar gerði mér ekki grein fyrir að væru fleiri en einn eða tveir, tók upp á þeim ófögnuði að loka vinsælli heimasíðu þeirra félaga. Líklega fundist brandarinn kominn nógu langt. Téðum Gilz þótti þetta ákaflega illa til fundið svo nú er komið upp ósætti innan hópsins. Blaðamaður Fréttablaðsins spurði af þessu tilefni Gilz hvort karlarnir væru komnir „í aflitað hár saman“. Það stóð ekki á svari enda drengurinn klárlega ákaflega orðheppinn: „Ákveðnir menn innan hópsins hafa einfaldlega girt niðrum sig og skitið á sig.“

Sjálf er ég búin að hlæja að þessari orðsnilld drengsins í allan morgun. Það er náttúrulega alger snilld að geta ekki verið dónalegur án þess að klúðra því svona heiftarlega. Litlu börnin nefninlega skíta yfirleitt ekki á sig þegar þau eru búin að girða niður um sig en það gera karlarnir.

3 Comments:

At 03 júlí, 2006 19:52, Blogger murta said...

Til hamingju með eins árs lof og lukku, ég er búin að vera að hugsa voða mikið um þig að undanförnu. Þarf að rífa mig upp og teygja mig í símann, mikið finnst mér það alltaf erfitt? skrýtið.

 
At 03 júlí, 2006 20:09, Blogger murta said...

Ó, og ég sá að Throwing Muses verða á innip+úkanum í ár. Alltaf er ég á vitlausum stað á vitlausum tíma.

 
At 07 júlí, 2006 09:59, Blogger Rannveig said...

ég held að bumba komi ekki ég veg fyrir að ég mæti á throwing muses. sömuleiðis til hamingju ljúfust.

 

Skrifa ummæli

<< Home