sunnudagur, júní 18, 2006

18. júní

Paul McCartney og Þoka eiga afmæli í dag. Paul er 64 ára en Þoka er bara eins árs og ber aldurinn vel.

Er búin að vera ákaflega upptekin við að hvíla mig og bumbuna síðan ég kom heim. Þrýstngur virðist vera eitthvað pínulítið á uppleið en er samt enn langt innan skekkjumarka. Mér líður vel og er hraust svo þetta er örugglega allt í fínasta. Bjúgurinn sem sótti svo á mig í útlöndunum er á hröðu undanhaldi og ég hef endurheimt ökklana mína. merkilegt hvað ég var ánægð að sjá þá aftur þó ég leiði aldrei hugan að þeim alla jafna. Nú er bara að halda áfram að stunda laugarnar til að halda þessum ófögnuði í skefjum.

1 Comments:

At 19 júní, 2006 01:03, Anonymous Nafnlaus said...

Ég held að Paul McCartney sé loksins búinn að fá svar við spurningunni í laginu góða: Will you still love me, when I´m 64?

Nei, Paul, hún greinilega elskaði þig ekki heldur tók upp á því að skilja við þig!!!

Bara ég að bulla.

Drekka sítrónuvatn, mín kæra, það er hreinn unaður á óléttubjúg. Kreista vel úr sítrónu í stórt vatnsglas oft á dag - klikkar ekki ;)

 

Skrifa ummæli

<< Home