Allt klárt
Þá er skóla lokið og nemendur hafa verið útskrifaðir með þeim félögum pompi og prakt. Það munaði minnstu að mér vöknaði um augu þegar ég kvaddi litlu fóstrin mín sem ég kenni ekki næsta vetur. Þau færðu mér blóm og gjafir og það hjálpaði ekki til, þau eru svo mikil krútt.
Sótti passann minn í gær og er nú klár í bátana fyrir mánudaginn (þó ég geri nú frekar ráð fyrir að við fljúgum). Kíkti á verðurspár og finnst þær helst til misvísandi. Mbl.is heldur því fram að í London sé bara 10 stiga hiti en yahoo vill meina að hitinn sé kominn í 18 stig. Ég kýs að trúa yahoo. Í Bratislava og Vín er svo hitinn í kringum 13 gráður svo þetta ætti að vera notalegt allt saman þó ekki sé þetta nein hitabylgja.
Nú þarf ég að fara að huga að því að þvo þvotta og pakka niður. Hef ekki einu sinni velt því fyrir mér enn hvað ég þarf að hafa með mér. Held einhvern veginn að það henti ágætlega að taka með allt sem passar á mig og sundföt, hljómar það ekki nokkuð skynsamlega.
Hef ákveðið að dagurinn í dag verði helgaður ást rétt eins og vinur minn Karl Ægir ákvað fyrir nokkrum árum. Ég er að fara frá ástkærum eiginmanni í viku og það meira að segja á afmælinu hans. Þá er rétt að ég hlaupi inn í svefnherbergi og sparki honum framúr svo ég geti byrjað í dag að elska....
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home