Gaman í mínum bekk II
Smoke on the Water.
Ævi og ástir kvendjöfuls
Í nestistímum og stundum þegar ég er bara í skapi til þess spila ég Welcome to the Jungle og Paradise City fyrir 5. bekk. Hversu frábær kennari er ég?
Getur einhver sagt mér hvernig ein þjóð, sem á allra þjóða mest af gereyðingarvopnum og er eina þjóðin í allri veröldinni sem hefur notað fínu atómsprengjurnar sínar, getur sagt annarri að hún megi alls ekki eiga gereyðingarvopn. Er þetta ekki dálítill tvískinnungur. Við erum góðukallarnir (Hiroshima og Nagasagi aside) en þið eruð vondukallarnir og vondukallarnir meiga ekki eiga gereyðingarvopn.
Ég lærði tvö ný og skelfilega flott orð í dag. Bæði eiga við um forneskjuleg skrímsli sem búa í sjónum og víkingar óttuðust. Túðu því að það boðaði mjög slæmt að sjá þau en þó var mismunandi hvað þau aðhöfðust hversu slæmur fyrirboðinn var.
...tölvur sem vinna hægt. Tölvan mín í vinnunni vinnur á lúsarhraða og þá nenni ég alls ekki að nota hana. *puðrrr* :-Þ
Þá er maður kominn í vinnuna. Með allar holur, nefholur, ennisholur og jafnvel svitaholur smekkfullar af kvefi, hori og ógeði. Svona er maður nú samviskusamur, liggur heima lasinn um helgar en mætir alltaf í vinnuna.
Styttist nú í að kisubörninkátu yfirgefi heimilið. Tilfinningar þessu samfara eru vægast sagt mjög blendnar. Aðeins einn fjölskyldumeðlinum getur ekki beðið að losna við hnullungana og það er þeirra eigin ekta móðir, Blíðust. Hún er búin að fá ands..... nóg af þeim og vildi helst losna við þau sem fyrst. Ekki bætti úr skák þegar hún lagðist fárveik um síðustu helgi af því að einhver kvikindis högni hafði misskilið meðfæddan kynþokka hennar sem svo að hún væri að breima og beit hana svo heiftarlega í bakhlutan að af hlaust svæsin sýking sem vinna þurfti bug á með sýklalyfjum. Síðan þá hafa blessuð börnin bara farið í taugarnar á henni og gerir hún ítrekaðar tilraunir til að ganga af þeim dauðum, uppeldisaðferðir sem ekki þættu til fyrirmyndar hjá mæðrum mannannabarna.
... sat við tölvuna í gær og þegar ég spurði hvað hann væri að gera kvaðst hann vera að blogga. Ég sagði honum að hann gæti nú logið einhverju öðru að mér en vitrir menn, hann gerði sér lítið fyrir og bloggaði.
Geðheilsa mín hefur verið alvarlega í ólagi í dag ég hef allt á hornum mér, kvæsi á nærstadda og allt og allir (þá sérstaklega ég sjálf) fara í taugarnar á mér. Ástandi læt ég að sjálfsögðu ekki bitna á vinnufélögum mínum, helv... kerlingunni í Hagkaup eða neinum sem ég þekki ekki vel, til þess er ég auðvitað allt of vel upp alin. Þess í stað tek ég þetta út á sætustum og blásaklausu krílinu. Fólkinu sem ég elska mest í heiminum. Tíkarlegar þessar tilfinningar.