föstudagur, september 16, 2005

Að lesa og skrifa list er góð.

Ég lærði tvö ný og skelfilega flott orð í dag. Bæði eiga við um forneskjuleg skrímsli sem búa í sjónum og víkingar óttuðust. Túðu því að það boðaði mjög slæmt að sjá þau en þó var mismunandi hvað þau aðhöfðust hversu slæmur fyrirboðinn var.

Hafstrambi: Var ristastór og gat risið úr sjónum fyrirvaralaust og steypt sér að skipi. Þá var úti um bæði skip og menn. Ef það hins vegar steypti sér frá skipi boðaði það vont veður. Hafstrambi hafði höfuð og háls eins og risastór manneskja. Augu hafði það og munn og nef en engar hendur. Það hafði líka hjálm á höfði.

Margýgur (sem er kvenkynsorð eins og allir sem eitthvað kunna fyrir sér í íslensku vita): Var stór og hræðileg með stóran munn og stór augu og sundfit á milli fingranna. Ef hún reis úr hafi og kastaði fiski að skipum boðaði það mikið manntjón. Ef hún aftur á móti át fiskana eða kastaði þeim frá skipi var góð von um mannbjörg þrátt fyrir að vont veður væri í aðsigi.

Ég held að bæði þessi orð hafi ég nú heyrt áður en aldrei vitað fyrr en nú hvaða undraskepnur þetta væru. Ég er að hugsa um í þeirri miklu fátækt sem við búum við í íslenskri tungu af fúkyrðum að taka þessi í notkun.

„Drullaðu þér úr hafstrambinn þinn og komdu alrei aftur.“

2 Comments:

At 16 september, 2005 15:47, Anonymous Nafnlaus said...

Alltaf gaman og gott að læra eitthvað nýtt. Kannski gott að nota þau hér í útlandinu.

 
At 16 september, 2005 16:29, Anonymous Nafnlaus said...

þú ert nú meiri hafstrambinn!

 

Skrifa ummæli

<< Home