Fúli Skúli
Geðheilsa mín hefur verið alvarlega í ólagi í dag ég hef allt á hornum mér, kvæsi á nærstadda og allt og allir (þá sérstaklega ég sjálf) fara í taugarnar á mér. Ástandi læt ég að sjálfsögðu ekki bitna á vinnufélögum mínum, helv... kerlingunni í Hagkaup eða neinum sem ég þekki ekki vel, til þess er ég auðvitað allt of vel upp alin. Þess í stað tek ég þetta út á sætustum og blásaklausu krílinu. Fólkinu sem ég elska mest í heiminum. Tíkarlegar þessar tilfinningar.
Ég skil alls ekki hvað veldur þessari geðlumbru. Finnst helst líklegt að gripið hafi um sig samúðar-hormóna-geðbólguverkir í tilefni af sæðingu og öllu því sem henni fylgir á Vesturgötunni. Hitti téða vesturgötuofurhetju í morgun á hlaupum og bar hún sig vel þrátt fyrir augljóst álag. Mig greip einhvers konar „ég skal knúsa þig og passa þig“ tilfinning þegar ég sá hana.
Skrýtið, í ljósi þess sem áður er sagt. Sennilegast þykir mér að aðgerðir hafi heppnast og þess vegna hafi móðureðlið mitt (sem er í skötulíki í samskiptum mínum við krílið :-Þ) vaknað úr roti.
Nú ætla ég að fara og knúsa sætastann og kríli og sennilega neyðist ég svo til að graðga í mig eitthvað af súkkulaði í þeirri von að það slái á bólgurnar. Það er alkunna að ekkert lyf virkar á bólgur af þessu tagi eins og súkkulaði. Verst að það er ekki til svo ég verð sennilega að fara í göngutúr.
4 Comments:
samúðargeðbólgur? guð hjálpi þér og þínum, segi ég nú bara. við ættum kannski að fara saman í sumarbústað næstu 2 vikurnar til að aðrir verði ekki fyrir? ég er bara búin að taka 3 alvarleg geðvonskuköst í dag yfir engu. i just love my life..
Súukulaði og ís læknar allt mæli með því, er ekki annars áhorf á þetta sem fer hring eftir hring og segir brúmmm um helgina?
Hvað er annars að kvæsa ;-)
hvæsa smæsa....
Skrifa ummæli
<< Home