Tíðindi af austurvígstöðvunum
Getur einhver sagt mér hvernig ein þjóð, sem á allra þjóða mest af gereyðingarvopnum og er eina þjóðin í allri veröldinni sem hefur notað fínu atómsprengjurnar sínar, getur sagt annarri að hún megi alls ekki eiga gereyðingarvopn. Er þetta ekki dálítill tvískinnungur. Við erum góðukallarnir (Hiroshima og Nagasagi aside) en þið eruð vondukallarnir og vondukallarnir meiga ekki eiga gereyðingarvopn.
Nú má ekki skilja orð mín sem svo að ég fagni því ekki af öllum mætti að vopnum í heiminum fækki hver svo sem á þau og af hvaða tagi þau eru. Það má heldur ekki skilja sem svo að ég treysti þeim kónum sem eru við völd í Kóreu til að fara með gereyðingarvopn. Það er bara tvöfeldnin sem fer í taugarnar á mér.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home