Mig dreymdi um daginn að ég opnaði bloggið mitt og komst að því að einhver hafði farið inn á það í leifisleysi og „póstað“ mynd, nokkuð sem ég kann alls ekki að gera sjálf. Myndin var af einhverri seglskútu á opnu hafi, dálítið „hafið bláa hafið, hugann dregur“ stemningin. Mér fannst draumurinn í sjálfu sér ekkert merkilegur nema fyrir þær sakir að mig skuli dreyma bloggið mitt. Það er mér ansi hugleikið en er langt frá því að vera á sinninu á mér. Kannski þetta hafi verið samviskubit yfir bloggleti.
Fyrirliggjandi er tveggja vikna bloggþurrð og bið ég hundtrygga lesendur mína velvirðingar á því. Ef svo ólíklega vill til að ég rekist á netkaffihús á Torremolinos smelli ég kannski inn nokkrum línum. Kristinn Err Ólafsson skýrði frá því í morgunútvarpinu í morgun að engin Evrópuþjóð væri jafn illa nettengd og Spánverjar svo ég myndi nú ekki sitja með öndina í hálsinum.
Á miðvikudaginn á minn hundtryggi lesandi Hrönnsa Pönsa afmæli og verðskuldar hún þess vegna link í dag. Ég efa stórlega að ég hafi tíma til að sinna bloggskyldum á morgun (shit ég á enn eftir að pakka!) svo hún fær hamingjuóskirnar í dag líka.
TIL LUKKU MEÐ AMMÆLIÐ HRÖNN MÍN..... ÞÚ GETUR HUGGAÐ ÞIG VIÐ AÐ ÉG ER ALTÉNT ÁRINU ELDRI....