fimmtudagur, júlí 03, 2003

Sólin hefur verið eitthvað svo feimin síðan ég komst í sumarfrí. Ef ég væri „nojuð“ héldi ég að þetta væri samsæri en ég á von á því að hún jafni sig á þessu og láti sjá sig fyrr eða síðar. Ég þarf nefninlega að láta sólina skína á mig nokkrum sinnum í nýja bikiníinu (vá hvað þetta er asnalegt orð á prennti) áður en ég fer til útlanda. Já já, hlæiði bara, Rannveig í bikiníi (já þetta er ennþá asnalegt orð) það hlýtur að vera drepfyndið. Ég ákvað hinsvegar að þar sem ég er að fara til útlanda ætla ég að taka almenningsálitið í nefið og vera BARA í bikiníi af þvi að mig langar það. Það gekk hins vegar ekki andskotalaust að finna bikiní sem passaði. Það er ekki mikil eftirspurn eftir bikiníum í 36 E. Ég var farin að halda að ég þyrfti að kaupa það á tíuþúsund í útilífi (á maður ekki að beygja þetta) eða láta sérsauma það fyrir tólfþúsund. Eftir mikla leit og vangaveldur rambaði ég svo á himinblátt og gullfallegt bikiní á útsöu í Smáralindinni. Ég ætla ekki að fara að halda því fram að ég verði ekki í skugganum af Kristínu (nema ef vera skyldi í bókstaflegri merkingu, þá hef ég vinninginn) en ef ég æfi mig smá í að ganga í þessu held ég að ég lifi það alveg af. Svo kem ég líka heim í ágúst ótrúlega sólbrún og sæt...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home