þriðjudagur, júlí 08, 2003

Ég var að hugsa um að fara að hafa skoðun á einhverju hérna inni. Það er svo langt síðan ég hef rifið mig niður í rassgat yfir stjórnmálum og óréttlæti heimsins. Einhverra hluta vegna þá kemur bara ekki margt við kauninn á mér í dag. Kannski vegna þess að ekkert umdeilt eða hneykslanlegt er í fréttum en kannski vegna þess að á meðan að sumarið skín á kollinn á mér verð ég værukær og skeytingarlaus um það sem er að gerast í kringum mig. Ekki svo að skilja að sólin hafi verið að glenna sig allt of mikið síðan ég byrjaði í sumarfríi.

Mér fannst skjóta dálítið skökku við þegar utanríkisráðuneytið benti ákæruvaldinu náðarsamlegast á það hversu viðkvæm samskipti við varnarliðið eru akkúrat núna, í tengslum við hnífstunguna í miðbænum. Hvað á ákæruvaldið að gera við svona upplýsingar. „Samskiptin eru viðkvæm svo við verðum að afhenda Bandaríkamönnum sakamanninn til að hafa alla góða“. Ég er ekki alveg viss með þessa „taktík“. Svo eru skilaboðin eitthvað svo yfirlætisfull en samt loðin og óskýr.

Hér hringdi maður áðan og bað um að fá krílið lánað heim af leikskólanum, ég veitti leyfið og verð því nú að drífa mig að sækja hana.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home