mánudagur, júlí 14, 2003

Sumum stelpnahópum er í lófa lagið að taka á sig hinn hæpna og mjög svo vafasamatitil að vera gæsir og þar með að halda gæsapartý. Þetta tókst okkur hins vegar alls ekki og ber öllum kunnugum saman um að þetta hafi verið steggjapartý og ekkert annað. Hákarl og íslenskt brennivín á bryggjunni uppúr hádegi segir meira en mörg orð. Myndirnar hans Stebba úr partýinu (sem endaði, einhverra hluta vegna í Hafnarfirði) segja sennilega alla söguna.

Nú þarf ég að sinna krílinu sem er komið í sumarfrí og hefur ekki taugar í það akkúrat núna að mamma hangi í tölvunni þegar hún þarf nauðsynlega að komast á barbie.com AAAARRRRRRGGGGGHHHH

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home