Vaknaði eldsnemma í morgun, ekki heima hjá mér enda barnlaus, og ákvað þess vegna að nota daginn til uppbyggilegra hluta. Þvo þvott og þrífa íbúðina. Nú er klukkan orðin tíu og ég er búin að afreka það að borða morgunverð, lesa fréttablaðið og flakka á netinu, betur má ef duga skal.
Aðeins fimm dagar í brottför og ég hef miklar áhyggjur af því að ég átti mig svo illa á því að þetta sé að bresta á að ég steingleymi að pakka niður.....
Nei annars ætli það nokkuð ;-)
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home