þriðjudagur, nóvember 29, 2005

Greind eða ekki

Nú er orðið nokkuð síðan ég hef birt hér nokkuð og hef ég engar afsakanir með það. Ég er búin að fara í leikhús síðan ég tjáði mig síðast, að sjá jólaævintýri Dickens og var það skemmtun hin ágætasta. Ég er líka búin að fara tvisvar í bíó sem telst nokkuð gott því sennilega næ ég yfirleitt fjórum bíóferðum að meðaltali yfir árið. Ég sá Serenity sem er snilld (en óþarflega illa textuð, það fór t.d. óendanlega í taugarnar á mér að doc var alltaf þýtt Saxi, hrikalega hallærislegt) og nýjasta Potterinn sá litla fjölskyldan líka og skemmtu allir sér vel þó krílið þyrfti á stundum að fela sig í handarkrika móður sinnar.

Mest er þó um vert að síðan ég skrifaði síðast er ég búin að fara í litgreiningu og er nú greind sem aldrei fyrr. Þetta er nú nokkuð sem ég hefði aldrei farið í nema til að gera einhverjum greiða og ekki haft nokkurn áhuga á og sú stefna mín og skoðun er enn óbreytt. Niðurstaðan var sú að ég væri Skær, Björt og Heit (gott ef ég var ekki hýr líka) og á að vera alltaf í bleiku (nokkuð sem ég vissi fyrir) og nota mikið af öllu sem skín og glitrar. Skartgripir og glimmer Kjartani til endalausrar gleði.

Að lokinni téðri litgreiningu fór ég að velta fyrir mér hversu greind ég raunverulega sé. Hér er ég að sjálfsögðu að tala um greind sem vex og dafnar í hausnum á mér en ekki í leppunum utan á mér. Ég er þeirrar skoðunnar að þegar ég var barn hafi ég verið afburðargreindur krakki. Ég var orðin læs löngu áður en ég útskrifaðist úr leikskóla, ég leysti tiltölulega flókin stærðfræðidæmi og ég tók tungumál inn um nefið um leið og ég kynntist þeim. Í dag, rúmlega þrítug, held ég að ég sé talsvert minna greind en ég var þegar ég var enn með barnatennur. Og það er sennilega sjálfri mér að kenna.

Greindarvísitala er ekki óbreytanleg tala sem þú fæðist með og heldur svo alla ævi. Greindarvísitala getur breyst talsvert og hefur þar mest áhrif hversu mikla örvun og þjálvun heilinn fær dag frá degi. Fyrstu greindarmælingarnar voru gerðar þannig að búin voru til próf sem voru talin henta hverju aldursstigi fyrir sig, prófin voru lögð fyrir og ef þeim sem mæla átti gekk mjög vel með próf sem ætlað var hans aldursstigi en gat ekki prófið sem var fyrir þá sem voru ári eldri var greind hans 100. Ef hann gat prófið fyrir þá sem voru ári eldri en ekki þá sem voru tveimur árum eldri var greindin 110 og þannig koll af kolli, bæði upp og niður. Greindarpróf eru allt öðruvísi útbúin í dag en viðmiðin og mælieiningarnar eru þær sömu.

Nú víkur aftur að þeirri yfirlýsingu minni að ég sé ekki lengur jafn greind og ég var þegar ég var barn. Þegar ég var barn var ég afburðar ég var greindari en lang flestir jafnaldrar mínir. Í dag held ég að ég sé svo sem yfir meðallagi en sennilega alls ekki afburðar. Ég held að ég hafi alls ekki verið nógu dugleg að halda gráu sellunum við efnið og þess vegna ver vísitalan lækkandi. Ég komst í gegnum bæði menntaskóla og háskóla án þess að leggja neitt rosalega á mig og auðvitað án þess að gera það með neitt sérstaklega miklum glans (hefði án efa getað gert betur og hefði líka haft gott af því). Þegar ég var ungi las ég á við heilt hesthús en í dag hafa bækurnar allt of oft vikið fyrir sjónvarpi og það er heldur ekki gott.

Nú er ljóst að það skiptir viðlíka máli að halda heilanum í formi og bumbunni svo nú ætla ég að sum sé að slökkva á sjónvarpinu og þjálfa bæði bumbu og heila. Ég held að ekki veiti af.

Skrýtið!

föstudagur, nóvember 18, 2005

gilli gilli gill

Nú er inn ad vera kitlaður, enginn lengur klukkaður. Ástþór kitlaði mig og kann ég honum bestu þakkir því það klukkaði mig enginn og mér fannst ég hálfgerður lúser!

Hér koma svo listarnir:

7 hlutir sem ég aetla ad gera ádur en ég dey
1: Skrifa í það minnsta eitt ódauðlegt meistarastykki.
2: Stofna rokkhljómsveit, það er aldrei of seint.
3: Læra að syngja miklubetur en ég geri núna (algerlega óstengt atriði nr 2)
4: Klára meistaragráðuna (helst áður en Jón, Nanna og Elvis klára fyrstu gráðu).
5: Vera skuldlaus í í það minnsta 10 mínútur.
6: Fjölga mannkyninu pínulítið í viðbót, ég geri það svo vel.
7: Leikstýra einhverju, þó ekki sé nema skólaleikrit hjá 5. B.

7 hlutir sem ég get:
1: Borað í nefið á mér með tungunni.
2: Bitið í tærnar á mér, belive it or not.
3: Kennt fullt af börnum á öllum aldri heilan helling og látið þau hafa gaman að því.
4: Hringi með sígarettureyk.
5: Drukkið togarasjómenn undir borðið á góðum degi.
6: Parallel parking.
7: Haldið bloggi gangandi mun lengur en nokkur maður hafði trú á.

7 hlutir sem ég get alls ekki:
1: Haldið kjafti.
2: Farið í nothæfa megrun.
3: Hætt að læsa lyklana mína inni í bílnum
4: Verið sjálfstæðismaður (er búin að reyna)
5: Vakað yfir sjónvarpinu í fanginu á Kjartani.
6: Sagt nei þegar ég er beðin um að gera eitthvað.
7: Gert raunverulega kastala úr sandköstulunum sem ég byggi á degi hverjum, hlest rétt áður en ég sofna.

7 hlutir sem heilla mig vid hitt kynid
1: Mýkt.
2: Karlmennska.
3: Húmor, en samt ekki svo mikill að það sé ekki hægt að hæja að öðrum sem eru fyndnir.
4: Greind.
5: Lífsgleði.
6: Gjafmildi.
7: Getan að koma á óvart.

7 fraegar sem heilla:
1: Chris Cornell (I’m having his lovechild some day)
2: Fjodr Dostojefski (Dauðir eða lifandi)
3: Jhonny Depp
4: Tom Waits (Þessi rödd)
5: Michael Wincott (Sama röddin)
6: Viggo (Need I say more)
7: Kjartan

7 ord eda setningar sem ég nota mikid
1: Ég skil.
2: Man það núna, gleymi því aldrei.
3: Það er þeeeessssi. (jafnvel Heeesssi).
4: Fyrir heimsfriði
5: Hvaðseyru?
6: Má bjóða þér franskar með þessu?
7: Get ég fengið þögn (eða bara uuussss. Er nebbla kennari)

7 hlutir sem ég sé núna
1: Tölva.
2: Vinnuglósur.
3: Gráfíkjur (ég var svong)
4: Gatari.
5: Skrúfjárnshausar.
6: Pennar.
7: Fallega ofurkaffivélin mín.

Ég kitla MD, Svövu Rán og Lísu.

mánudagur, nóvember 14, 2005

Wir gratulieren

Í dag sendum við út hamingjuóskir:

Yngismærin yndæla, mákonan málóða, rauða hættan Þuríður á afmæli í dag. Held persónulega að hún sé bara kornung enda heilum 10 árum yngri en ég (do the math).

Þokkapilturinn síkáti, ofvirka yndið, vinurinn góði á Vesturgötunni, Jón Geir, á ekki bara afmæli í dag heldur á hann stórafmæli. Hann er loksins orðin þrítugur. Tillukku minn gamle ven, það hlaut að koma að þessu.

föstudagur, nóvember 11, 2005


Hvað gengur á í henni ammeríku? Posted by Picasa


Þetta er of dónalegt, jafnvel fyrir mig. Posted by Picasa


Fyrir þessa djúpu. Posted by Picasa


You named it what? Posted by Picasa


Ef þið hafið áhuga. Posted by Picasa


Eru þetta ekki full hrá kveðjuorð Posted by Picasa

Gleði gleði

Þemaviku er lokið og það með miklum stæl. Flestum bar saman um það að við Jón hefðum staðið okkur með miklum ágætum enda eina „performans“ atriðið sem boðið var upp á. Að lokinni þemaviku ákváðu kennarar að skella sér á kránna (Catalínu) og fá sér öl eða tvo, í kvöld er síðan boðið í partí heima hjá einni kennslukonunni. Ég var vitaskuld mætt fyrst á krána og fór síðust heim. Sit hér þess vegna hálf slompuð, með rauðvín í krús og set inn blogg. Allar innsláttar og stafsetningarvillur eiga sér sum sé eðlilega útskýringu.

Nýlega var stórvinkona mín og snillingur, Sirrý, með þátt um megrunarbloggara. Sjálf missti ég að sjáfsögðu af þættinum þar sem sjónvarpið mitt stillir ekki á Sirrý nema það sé andsetið, en þar var talað um konur sem blogguðu og blogguðu eins og vindurinn og horuðust niður úr öllu vald. Ég skil ekki hvernig á þessu stendur. Ég reyni að blogga nokkuð reglulega en aukakílóin og björgunarhringirnir virðast ekkert á undanhaldi. Hvernig má þetta vera? Þarf ég að blogga hraðar svo ég brenni fleiri kaloríum. Ég var nú í vélritun og ritvinnslu í Verlzló í gamla daga (þ.e. þegar ég náði að mæta í skólann vegna anna) og vélrita blindandi og bara nokkuð hratt, í það minnsta þrisvarsinnum hraðar en Svava Rán. Hér í Danaveldi er greinilega eitthvað rotið og skil ég ekki í.

fimmtudagur, nóvember 10, 2005

Þemavika

Kominn held ég tími á að rífa sig upp á óæðriendanum og henda nokkrum línum inn á blogger. Síðustu vikur hafa verið andskoti erfiðar og sér svo sannarlega ekki fyrir endann á því, en ræðum það ekki frekar hér.

Þessa dagana stendur yfir þemavika í Kársnesskóla og við Jón Geir höfum safnast í lið og stompum eins og vindurinn með 5. og 10. bekk á hverjum morgni. Það gengur ótrúlega vel og er ótrúlega skemmtilegt en ég er hins vegar yfirleitt úrvinda í lok dags. Jón Geir vill meina að börnin séu með ólíkindum flink enda ekki að undra þegar þau hafa verið í tónlistarlegu uppeldi hjá Þórunni Björnsdóttur frá blautu barnsbeini.

Ég hef tvær fyrirspurnir til lesenda minna. Nr. 1 hvað í veröldinni er þessi hnakkaþykktarmæling sem óléttir eru settir í núna. Ég held ekki að við mæðgur höfum nokkurn tíma verið hnakkaþyktarmældar og í ljósi nýlegra ritdeilna um hnakkamellur er ég ekki viss um að við vildum það. Nr. 2 hvaða leiti- og orkuletjandi töflur er fólki gefið þegar það fer á Laugarvatn? Þaðan held ég að enginn hafi sloppið heill nema karl faðir minn og skil ég ekki í því.

Börn hafa fæðst hægri og vinstri og til hamingju með það foreldrar.

fimmtudagur, nóvember 03, 2005

Dettur bara ekkert í hug.

Ekki fór það svo að við móðir mín notuðum vetrarfríið í að fara í búðir. Ekki get ég heldur sagt að ég hafi hvílst sérstaklega vel. Við einfaldlega lentum í öðru.

Ég var að hugsa um að kasta hér fram einhverjum merkingarlausum málsháttum eins og: Tíminn læknar öll sár eða Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur en ég er bara fyrir löngu búin að sannreyna að hvorugt er satt. Þetta er því miður innantómt bull sem löngudauðar mannvitsbrekkur köstuðu fram án þess að hugsa það til enda.

Ég hugsa að ég haldi mig bara frekar við: Lífið er tík enda finnst mér það bæði dýpra og sannara.