Gleði gleði
Þemaviku er lokið og það með miklum stæl. Flestum bar saman um það að við Jón hefðum staðið okkur með miklum ágætum enda eina „performans“ atriðið sem boðið var upp á. Að lokinni þemaviku ákváðu kennarar að skella sér á kránna (Catalínu) og fá sér öl eða tvo, í kvöld er síðan boðið í partí heima hjá einni kennslukonunni. Ég var vitaskuld mætt fyrst á krána og fór síðust heim. Sit hér þess vegna hálf slompuð, með rauðvín í krús og set inn blogg. Allar innsláttar og stafsetningarvillur eiga sér sum sé eðlilega útskýringu.
Nýlega var stórvinkona mín og snillingur, Sirrý, með þátt um megrunarbloggara. Sjálf missti ég að sjáfsögðu af þættinum þar sem sjónvarpið mitt stillir ekki á Sirrý nema það sé andsetið, en þar var talað um konur sem blogguðu og blogguðu eins og vindurinn og horuðust niður úr öllu vald. Ég skil ekki hvernig á þessu stendur. Ég reyni að blogga nokkuð reglulega en aukakílóin og björgunarhringirnir virðast ekkert á undanhaldi. Hvernig má þetta vera? Þarf ég að blogga hraðar svo ég brenni fleiri kaloríum. Ég var nú í vélritun og ritvinnslu í Verlzló í gamla daga (þ.e. þegar ég náði að mæta í skólann vegna anna) og vélrita blindandi og bara nokkuð hratt, í það minnsta þrisvarsinnum hraðar en Svava Rán. Hér í Danaveldi er greinilega eitthvað rotið og skil ég ekki í.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home