föstudagur, nóvember 18, 2005

gilli gilli gill

Nú er inn ad vera kitlaður, enginn lengur klukkaður. Ástþór kitlaði mig og kann ég honum bestu þakkir því það klukkaði mig enginn og mér fannst ég hálfgerður lúser!

Hér koma svo listarnir:

7 hlutir sem ég aetla ad gera ádur en ég dey
1: Skrifa í það minnsta eitt ódauðlegt meistarastykki.
2: Stofna rokkhljómsveit, það er aldrei of seint.
3: Læra að syngja miklubetur en ég geri núna (algerlega óstengt atriði nr 2)
4: Klára meistaragráðuna (helst áður en Jón, Nanna og Elvis klára fyrstu gráðu).
5: Vera skuldlaus í í það minnsta 10 mínútur.
6: Fjölga mannkyninu pínulítið í viðbót, ég geri það svo vel.
7: Leikstýra einhverju, þó ekki sé nema skólaleikrit hjá 5. B.

7 hlutir sem ég get:
1: Borað í nefið á mér með tungunni.
2: Bitið í tærnar á mér, belive it or not.
3: Kennt fullt af börnum á öllum aldri heilan helling og látið þau hafa gaman að því.
4: Hringi með sígarettureyk.
5: Drukkið togarasjómenn undir borðið á góðum degi.
6: Parallel parking.
7: Haldið bloggi gangandi mun lengur en nokkur maður hafði trú á.

7 hlutir sem ég get alls ekki:
1: Haldið kjafti.
2: Farið í nothæfa megrun.
3: Hætt að læsa lyklana mína inni í bílnum
4: Verið sjálfstæðismaður (er búin að reyna)
5: Vakað yfir sjónvarpinu í fanginu á Kjartani.
6: Sagt nei þegar ég er beðin um að gera eitthvað.
7: Gert raunverulega kastala úr sandköstulunum sem ég byggi á degi hverjum, hlest rétt áður en ég sofna.

7 hlutir sem heilla mig vid hitt kynid
1: Mýkt.
2: Karlmennska.
3: Húmor, en samt ekki svo mikill að það sé ekki hægt að hæja að öðrum sem eru fyndnir.
4: Greind.
5: Lífsgleði.
6: Gjafmildi.
7: Getan að koma á óvart.

7 fraegar sem heilla:
1: Chris Cornell (I’m having his lovechild some day)
2: Fjodr Dostojefski (Dauðir eða lifandi)
3: Jhonny Depp
4: Tom Waits (Þessi rödd)
5: Michael Wincott (Sama röddin)
6: Viggo (Need I say more)
7: Kjartan

7 ord eda setningar sem ég nota mikid
1: Ég skil.
2: Man það núna, gleymi því aldrei.
3: Það er þeeeessssi. (jafnvel Heeesssi).
4: Fyrir heimsfriði
5: Hvaðseyru?
6: Má bjóða þér franskar með þessu?
7: Get ég fengið þögn (eða bara uuussss. Er nebbla kennari)

7 hlutir sem ég sé núna
1: Tölva.
2: Vinnuglósur.
3: Gráfíkjur (ég var svong)
4: Gatari.
5: Skrúfjárnshausar.
6: Pennar.
7: Fallega ofurkaffivélin mín.

Ég kitla MD, Svövu Rán og Lísu.

4 Comments:

At 18 nóvember, 2005 12:29, Blogger frizbee said...

Dáldil leti ad copy/paste-a bara upp úr mínu bloggi... :p

 
At 18 nóvember, 2005 14:31, Blogger Rannveig said...

átti þetta ekki að vera svona? ég kann bara ekki á þetta.

 
At 21 nóvember, 2005 09:32, Blogger frizbee said...

Jújú, thetta átti ad vera svona í meginatridum, en thegar madur sér "ord" og "aetla", thá getur madur ekki skrifad thad á annad en leti :p

 
At 21 nóvember, 2005 12:39, Blogger Rannveig said...

leti smeti. ég kalla það gott verklag.

 

Skrifa ummæli

<< Home