Þemavika
Kominn held ég tími á að rífa sig upp á óæðriendanum og henda nokkrum línum inn á blogger. Síðustu vikur hafa verið andskoti erfiðar og sér svo sannarlega ekki fyrir endann á því, en ræðum það ekki frekar hér.
Þessa dagana stendur yfir þemavika í Kársnesskóla og við Jón Geir höfum safnast í lið og stompum eins og vindurinn með 5. og 10. bekk á hverjum morgni. Það gengur ótrúlega vel og er ótrúlega skemmtilegt en ég er hins vegar yfirleitt úrvinda í lok dags. Jón Geir vill meina að börnin séu með ólíkindum flink enda ekki að undra þegar þau hafa verið í tónlistarlegu uppeldi hjá Þórunni Björnsdóttur frá blautu barnsbeini.
Ég hef tvær fyrirspurnir til lesenda minna. Nr. 1 hvað í veröldinni er þessi hnakkaþykktarmæling sem óléttir eru settir í núna. Ég held ekki að við mæðgur höfum nokkurn tíma verið hnakkaþyktarmældar og í ljósi nýlegra ritdeilna um hnakkamellur er ég ekki viss um að við vildum það. Nr. 2 hvaða leiti- og orkuletjandi töflur er fólki gefið þegar það fer á Laugarvatn? Þaðan held ég að enginn hafi sloppið heill nema karl faðir minn og skil ég ekki í því.
Börn hafa fæðst hægri og vinstri og til hamingju með það foreldrar.
4 Comments:
Stal þessari útskýringu á hnakkaþykktarmælingu af einhverjum vef:
Hnakkaþykkt sést á ómmynd sem svart svæði (vökvi) undir húð á hnakka fóstursins. Öll fóstur hafa einhvern vökva á þessu svæði á þessum tíma meðgöngu. Oftast er um að ræða tímabundna bjúgsöfnun og eðlilegt lífeðlisfræðilegt fyrirbæri meðan hluti hjarta og æðakerfis fóstursins er að myndast. Ef hnakkaþykkt er hins vegar aukin umfram mörk sem sett eru miðað við meðgöngulengd, eru auknar líkur á því að fóstrið geti verið með litningagalla eða önnur vandamál. Athuga verður að aukin hnakkaþykkt er vísbending um vanda en ekki greining. Í ákveðnum tilfellum eru boðnar frekari rannsóknir til greiningar á hjartagalla eða litningagalla.
Þar hefurðu það. Ég fór aldrei í svona sjálf.
Yngri börnin mín tvö fóru í svona mælingu á fósturskeiði, enda um aldraða móður að ræða. Í þeim tilfellum er verið að rannsaka þetta mtt litningaþrístæðu á 23. litningi (Downs) og einhv. minna algengum galla. Ef hnakkaþykktin er ekki aukin þykir ekki ástæða til að móðir, jafnvel þó hún sé á fimmtugsaldri (!) fari í áhættusama legvatnsástungu, sem ég reikna með að þú hafir heyrt um!
En sem sagt; ég var heppin, mælingin kom vel út svo ekki þurfti að taka drastískar ákvarðanir og meðgöngur kláraðar með stæl!
´´agætis útskýringar á hnakkaþykkramælingu hér að ofan. einfalt tékk til að athuga líkur á litningagöllum á litningum 12, 17 og 21.
loftur var á laugarvatni, kristrún líka. pabbi eyddi þar ári...allt saman fólk í fínu lagi held ég bara. hvaða fólk ert þú að umgangast?
takk fyrir greinagóðar upplýsingar. spurning, hvernig tekur maður svo ákvörðun þegar niðurstöðurnar eru komnar? er það yfirleitt hægt?
Skrifa ummæli
<< Home